Fótbolti

Ibrahimovic getur spilað gegn Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic getur spilað með PSG gegn sínum gömlu félögum í Barcelona þegar liðin mætast í Meistaradeild Evrópu í næsta mánuði.

Zlatan var dæmdur í tveggja leikja bann eftir að hafa fengið rautt spjald í fyrri leik PSG og Valencia í 16-liða úrslitunum.

PSG áfrýjaði úrskurðinum og staðfesti Knattspyrnusamband Evrópu í dag að bannið yrði stytt í einn leik. Zlatan hefur því þegar tekið út sitt leikbann en hann var ekki með í síðari leiknum gegn Valencia.

Liðin mætast í París í næstu viku og svo aftur á Nou Camp viku síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×