Sigríður Thorlacius bætir við aukatónleikum í kvöld Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. desember 2013 13:25 Sigríður Thorlacius Fréttablaðið/Daníel Uppselt er á jólatónleika Sigríðar Thorlacius og hljómsveitar, en vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að bæta við aukatónleikum í kvöld klukkan 22.00, í Fríkirkjunni. Útgáfutónleikar Sigríðar Thorlacius og hljómsveitar eru haldnir vegna útkomu plötunnar Jólakveðja. Platan inniheldur frumsamin lög eftir Guðmund Óskar Guðmundsson og Bjarna Frímann Bjarnason en textarnir eru sóttir í klassísk íslensk ljóðasöfn. „Textarnir spanna nokkuð langt tímabil, þeir elstu eiga rætur sínar að rekja til aldamótanna 1900 en þeir yngstu ná allt til árþúsundamótanna 2000. Þrátt fyrir það greina þeir allir frá hinum sanna boðskap jólanna og fanga þannig hlýjuna sem einkennir hátíðina,“ segir Sigríður um plötuna. Sigríður Thorlacius hefur á stuttum ferli skipað sér á sess með fremstu söngkonum þjóðarinnar. Hún hlaut meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2009 sem „Besta röddin.“ Jólakveðja er ekki fyrsta sólóbreiðskífa Sigríðar en árið 2009 kom út platan Á ljúflingshól, þar sem Sigríður söng lög bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasonar, ásamt hljómsveitinni Heiðurspiltar. „Við stefnum á notalega og hlýja kvöldstund í Fríkirkjunni þetta ágæta kvöld,“ segir Sigríður, en uppselt er á tónleikana kl. 20 og því var ákveðið að bæta við tónleikum kl. 22. „Þá geta þeir sem hafa áhyggjur af jólagjafa-innkaupum sinnt þeim og komið svo og slappað af með innkaupapokana sína í Fríkirkjunni,“ útskýrir Sigríður. Um upphitun á tónleikunum sér tríóið Hvíld og ró, en það er skipað þeim Snorra Helgasyni, Mr. Sillu og Gunnari Tynes úr Múm. „Tríóið mun leika frumsamin jólalög sem eru sérstaklega vel til þess fallin að koma áhorfendum strax í rétta jólaskapið,“ segir Sigríður að lokum. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Uppselt er á jólatónleika Sigríðar Thorlacius og hljómsveitar, en vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að bæta við aukatónleikum í kvöld klukkan 22.00, í Fríkirkjunni. Útgáfutónleikar Sigríðar Thorlacius og hljómsveitar eru haldnir vegna útkomu plötunnar Jólakveðja. Platan inniheldur frumsamin lög eftir Guðmund Óskar Guðmundsson og Bjarna Frímann Bjarnason en textarnir eru sóttir í klassísk íslensk ljóðasöfn. „Textarnir spanna nokkuð langt tímabil, þeir elstu eiga rætur sínar að rekja til aldamótanna 1900 en þeir yngstu ná allt til árþúsundamótanna 2000. Þrátt fyrir það greina þeir allir frá hinum sanna boðskap jólanna og fanga þannig hlýjuna sem einkennir hátíðina,“ segir Sigríður um plötuna. Sigríður Thorlacius hefur á stuttum ferli skipað sér á sess með fremstu söngkonum þjóðarinnar. Hún hlaut meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2009 sem „Besta röddin.“ Jólakveðja er ekki fyrsta sólóbreiðskífa Sigríðar en árið 2009 kom út platan Á ljúflingshól, þar sem Sigríður söng lög bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasonar, ásamt hljómsveitinni Heiðurspiltar. „Við stefnum á notalega og hlýja kvöldstund í Fríkirkjunni þetta ágæta kvöld,“ segir Sigríður, en uppselt er á tónleikana kl. 20 og því var ákveðið að bæta við tónleikum kl. 22. „Þá geta þeir sem hafa áhyggjur af jólagjafa-innkaupum sinnt þeim og komið svo og slappað af með innkaupapokana sína í Fríkirkjunni,“ útskýrir Sigríður. Um upphitun á tónleikunum sér tríóið Hvíld og ró, en það er skipað þeim Snorra Helgasyni, Mr. Sillu og Gunnari Tynes úr Múm. „Tríóið mun leika frumsamin jólalög sem eru sérstaklega vel til þess fallin að koma áhorfendum strax í rétta jólaskapið,“ segir Sigríður að lokum.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“