Vil ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Jóhannes Stefánsson skrifar 18. ágúst 2013 13:15 Utanríkisráðherra vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Samsett mynd Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í útvarpsviðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann ræddi meðal annars aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa brugðist í málinu með því að villa um fyrir fólki. „Ég held að fyrri stjórnvöld hafi aðeins, eða ekkert aðeins, bara brugðist með því að telja fólki trú um að það sé hægt að kíkja í pakkann eins og sagt er. Það er ekki þannig," segir Gunnar. Þá segir Gunnar að vegna þess að fyrri ríkisstjórn hafi ekki haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti aðildarviðræðurnar væri eðlilegt að ekki væri blásið til atkvæðagreiðslu um framhald þeirra nú. „En að ég, Sigurjón M. Egilsson fái að segja mína skoðun, eða minn vilja í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að við höldum þessu áfram?" Spyr Sigurjón M. Egilsson þáttastjórnandi Sprengisands. „Ég held að flestir viti það nú að ég er ekki sammála því að myndin sé svona einföld. Ég hlýt að spyrja, af hverju var Sigurjón M. Egilsson ekki spurður þegar lagt var af stað?" Segir Gunnar Bragi. „Það er allt annað mál," svarar Sigurjón. „Nei það er ekki allt annað mál, þegar lagt var af stað í þessa vegferð," segir Gunnar. „En við breytum því ekki," breytir Sigurjón við. „Það er búið að gefa tóninn og fordæmið. Alþingi ákvað þetta þannig að að mínu viti getur Alþingi líka ákveðið að stöðva þetta ef það vill. En hefur ekki gert það," svarar Gunnar Bragi til. Þá spyr Sigurjón: „Finnst þér ekki þörf á því að kjósa um hvort halda eigi viðræðunum áfram?" Og Gunnar svarar: „Mér finnst það ekki nei." Gunnar segir ekki hafa verið áhuga fyrir því að ganga í sambandið þegar aðildarumsóknin var lögð inn. „Það er mjög nýtt fyrir þeim að einhver sæki um sem hafi ekki áhuga á að fara inn," segir hann í viðtalinu. Gunnar er þeirrar skoðunar að ekki eigi að halda viðræðunum áfram. „Ég hef á nokkuð löngum tíma kynnt mér Evrópusambandið, fyrst sem sveitarstjórnarmaður og reyndar þar áður bara sem ungur stjórnmálamaður. Ég hef styrkst í þeirri vissu minni að Ísland á ekkert heima í Evrópusambandinu," segir Gunnar Bragi. Ráðamenn Evrópusambandsins hafa á undanförnum mánuðum farið þess á leit að íslensk stjórnvöld taki ákvörðun um framhald viðræðnanna. Það er því ljóst að einungis tvennt stendur eftir. Að framlengja hlé á viðræðunum þar til þolinmæði Evrópusambandsins þrýtur, eða að slíta þeim. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í útvarpsviðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann ræddi meðal annars aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa brugðist í málinu með því að villa um fyrir fólki. „Ég held að fyrri stjórnvöld hafi aðeins, eða ekkert aðeins, bara brugðist með því að telja fólki trú um að það sé hægt að kíkja í pakkann eins og sagt er. Það er ekki þannig," segir Gunnar. Þá segir Gunnar að vegna þess að fyrri ríkisstjórn hafi ekki haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti aðildarviðræðurnar væri eðlilegt að ekki væri blásið til atkvæðagreiðslu um framhald þeirra nú. „En að ég, Sigurjón M. Egilsson fái að segja mína skoðun, eða minn vilja í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að við höldum þessu áfram?" Spyr Sigurjón M. Egilsson þáttastjórnandi Sprengisands. „Ég held að flestir viti það nú að ég er ekki sammála því að myndin sé svona einföld. Ég hlýt að spyrja, af hverju var Sigurjón M. Egilsson ekki spurður þegar lagt var af stað?" Segir Gunnar Bragi. „Það er allt annað mál," svarar Sigurjón. „Nei það er ekki allt annað mál, þegar lagt var af stað í þessa vegferð," segir Gunnar. „En við breytum því ekki," breytir Sigurjón við. „Það er búið að gefa tóninn og fordæmið. Alþingi ákvað þetta þannig að að mínu viti getur Alþingi líka ákveðið að stöðva þetta ef það vill. En hefur ekki gert það," svarar Gunnar Bragi til. Þá spyr Sigurjón: „Finnst þér ekki þörf á því að kjósa um hvort halda eigi viðræðunum áfram?" Og Gunnar svarar: „Mér finnst það ekki nei." Gunnar segir ekki hafa verið áhuga fyrir því að ganga í sambandið þegar aðildarumsóknin var lögð inn. „Það er mjög nýtt fyrir þeim að einhver sæki um sem hafi ekki áhuga á að fara inn," segir hann í viðtalinu. Gunnar er þeirrar skoðunar að ekki eigi að halda viðræðunum áfram. „Ég hef á nokkuð löngum tíma kynnt mér Evrópusambandið, fyrst sem sveitarstjórnarmaður og reyndar þar áður bara sem ungur stjórnmálamaður. Ég hef styrkst í þeirri vissu minni að Ísland á ekkert heima í Evrópusambandinu," segir Gunnar Bragi. Ráðamenn Evrópusambandsins hafa á undanförnum mánuðum farið þess á leit að íslensk stjórnvöld taki ákvörðun um framhald viðræðnanna. Það er því ljóst að einungis tvennt stendur eftir. Að framlengja hlé á viðræðunum þar til þolinmæði Evrópusambandsins þrýtur, eða að slíta þeim.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira