Hreyfing komin á síldina Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2013 16:37 Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson Fyrstu upplýsingar af vettvangi í Kolgrafafirði gefa til kynna að síldarsmölun Landhelgisgæslunnar sé að skila árangri. Eggert Magnússon, vettvangsstjóri, segir að þó gangi hægt. „Þetta mjakast, menn þurfa að fikta sig áfram með þetta.“ Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar byrjaði að sprengja í firðinum um þrjú leytið í dag. Tilgangur sprenginganna er að fæla síld úr firðinum. Notast er við svokallað „Thunderflash“ til verksins, en það eru litlar hvellhettur eða smásprengjur sem Landhelgisgæslan notar ef hún þarf til dæmis að kalla kafara úr sjóum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru á þremur léttabátum á firðinum og þeim til aðstoðar eru tíu léttabátar frá síldveiðiskipum á svæðinu. Samkvæmt mælingum Hafrannsóknarstofnunar fyrr í dag voru um 70.000 þúsund tonn af síld innan brúar í Kolgrafafirði. Síðasta vetur drápust um 50.000 tonn af síld í firðinum í tveimur tilvikum. Smásprengjurnar framkalla hávaða og titring neðansjávar en líklega mun enginn verða vart við neitt á yfirborðinu. „Smölun síldar með thunderflash er aðferð sem var á einum tíma notuð við nótaveiðar en er í dag bönnuð. Nokkrar vonir eru bundnar við að þessi aðferð virki við að koma síldinni á hreyfingu og út úr firðinum en hún er gerð að frumkvæði Hafrannsóknarstofnunar,“ segir í tilkynningu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Búið er að loka gamla veginum inn fjörðinn á meðan á aðgerðinni stendur, en umferð um þjóðveginn er áfram opin. Þó má búast við umferð viðbragðsaðila á svæðinu og takmörkuðum umferðarhraða. Sigurður Ingi Jóhannsson tekur fram í frétt á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að honum sé ljóst að nokkur áhætta fygli aðgerðinni þó fyllstu varúðar sé gætt. Hans mat er þó að áhættan af því að aðhafast ekki neitt sé mun meiri og það sé ekki réttlætanlegt í ljósi þeirra hagsmuna sem séu í húfi. „Íslenski síldarstofninn er okkur afar verðmætur og skilar að líkindum þjóðarbúinu í ár um 12 milljarða í útflutningstekjur,“ segir í frétt ráðuneytisins. „Vonir standa til að stofninn sé einnig að taka sér vetursetu við Suð-austurland en enn er Breiðafjörður langmikilvægastur fyrir vetrarsetu hans. Í Breiðafirði voru mæld s.l. vetur um 320 þúsund tonn . Síldardauðinn sl. vetur, var metinn um 52 þúsund tonn eða um 10% stofnsins. Þessi afföll úr stofninum voru í raun og veru stórfellt umhverfisslys og sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar meta það svo að lífríki fjarðarins innan brúar sem var, sé nú nánast dautt tæpu ári síðar.“ Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Fyrstu upplýsingar af vettvangi í Kolgrafafirði gefa til kynna að síldarsmölun Landhelgisgæslunnar sé að skila árangri. Eggert Magnússon, vettvangsstjóri, segir að þó gangi hægt. „Þetta mjakast, menn þurfa að fikta sig áfram með þetta.“ Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar byrjaði að sprengja í firðinum um þrjú leytið í dag. Tilgangur sprenginganna er að fæla síld úr firðinum. Notast er við svokallað „Thunderflash“ til verksins, en það eru litlar hvellhettur eða smásprengjur sem Landhelgisgæslan notar ef hún þarf til dæmis að kalla kafara úr sjóum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru á þremur léttabátum á firðinum og þeim til aðstoðar eru tíu léttabátar frá síldveiðiskipum á svæðinu. Samkvæmt mælingum Hafrannsóknarstofnunar fyrr í dag voru um 70.000 þúsund tonn af síld innan brúar í Kolgrafafirði. Síðasta vetur drápust um 50.000 tonn af síld í firðinum í tveimur tilvikum. Smásprengjurnar framkalla hávaða og titring neðansjávar en líklega mun enginn verða vart við neitt á yfirborðinu. „Smölun síldar með thunderflash er aðferð sem var á einum tíma notuð við nótaveiðar en er í dag bönnuð. Nokkrar vonir eru bundnar við að þessi aðferð virki við að koma síldinni á hreyfingu og út úr firðinum en hún er gerð að frumkvæði Hafrannsóknarstofnunar,“ segir í tilkynningu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Búið er að loka gamla veginum inn fjörðinn á meðan á aðgerðinni stendur, en umferð um þjóðveginn er áfram opin. Þó má búast við umferð viðbragðsaðila á svæðinu og takmörkuðum umferðarhraða. Sigurður Ingi Jóhannsson tekur fram í frétt á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að honum sé ljóst að nokkur áhætta fygli aðgerðinni þó fyllstu varúðar sé gætt. Hans mat er þó að áhættan af því að aðhafast ekki neitt sé mun meiri og það sé ekki réttlætanlegt í ljósi þeirra hagsmuna sem séu í húfi. „Íslenski síldarstofninn er okkur afar verðmætur og skilar að líkindum þjóðarbúinu í ár um 12 milljarða í útflutningstekjur,“ segir í frétt ráðuneytisins. „Vonir standa til að stofninn sé einnig að taka sér vetursetu við Suð-austurland en enn er Breiðafjörður langmikilvægastur fyrir vetrarsetu hans. Í Breiðafirði voru mæld s.l. vetur um 320 þúsund tonn . Síldardauðinn sl. vetur, var metinn um 52 þúsund tonn eða um 10% stofnsins. Þessi afföll úr stofninum voru í raun og veru stórfellt umhverfisslys og sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar meta það svo að lífríki fjarðarins innan brúar sem var, sé nú nánast dautt tæpu ári síðar.“
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira