Bæjarstjóri Vestmannaeyja: Höfum við efni á Þjóðleikhúsi og Sinfóníuhljómsveitinni? Jón Júlíus Karlsson skrifar 4. nóvember 2013 16:48 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku að forgangsraða þurfi í ríkisrekstri til að tryggja grunnþjónustu. Hann gagnrýnir að peningum íslenskra skattborgara sé varið í sendiráð, Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Getur 320 þúsund manna þjóð verið með þjóðleikhús sem tekur til sín rúmlega 900 milljónir? Getur hún verið með sinfóníu sem tekur til sín um 700 milljónir? Getur hún lagt 300 milljónir í niðurgreiðslu á leigu eða í rekstarstyrk á einu húsi í Reykjavík sem heitir Harpa? Getum við verið með utanríkisþjónustu sem gerir ráð fyrir því að hundruðir milljóna séu notaðir í sendiráð í Nýju Dehli? Við erum 320 þúsund manns,“ sagði Elliði á bæjarstjórnarfundinum og bætti við: „Ef það er einhver kjarkur í stjórnmálamönnum, sama hvar í flokki þeir eru - niður með útgjaldahliðina áður en þeir fara að hreyfa við sköttunum okkar.“Elliði Vigninsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Sterk viðbrögð Elliði setti myndband af ræðu sinni inn á Youtube og hefur fengið sterk viðbrögð í kjölfarið. Umræða var um heilbrigðisþjónustuna í Vestmannaeyjum á bæjarstjórnarfundinum þegar Elliði tjáði sig um fjárlögin. Í samtali við Vísi segir Elliði að brýnt sé að forgangsraða í þágu grunnþjónustu. „Það vantar fjármagn í heilbrigðisþjónustu á landinu öllu. Sömu sögu er að segja af löggæslu, menntun og samgöngum. Við verðum að spyrja okkur hvort við getum hagrætt,“ segir Elliði. „Ég hef fengið sterk viðbrögð í dag og átti svo sem von á því þegar ég setti myndbandið á netið. Þau dæmi sem ég nefndi í ræðunni varðandi Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands eru auðvitað ekki einu dæmin þar sem hægt er að hagræða. Þetta eru allt góð verkefni en þegar grunnþjónustunni blæðir þá þurfum við að forgangsraða. Það þarf sem dæmi um 4% af því sem Umhverfisstofun fær árlega til þess að leiðrétta stöðu heilbrigðiskerfisins,“ segir Elliði. Hann segir mikilvægt að umræða fari fram um málið. Umræðumenningin geti þó oft verið á lágu plani. „Í hvert sinn sem ég minnist á þetta þá fæ ég skilaboð um það að okkur Eyjamönnum væri nær að halda okkur saman þar sem að þjóðin væri að halda uppi byggð í Vestmannaeyjum. Það er ekki hægt að halda uppi málflutningi með þessum hætti. Við verðum að tryggja grunnþjónustu á öllu landinu.“ Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku að forgangsraða þurfi í ríkisrekstri til að tryggja grunnþjónustu. Hann gagnrýnir að peningum íslenskra skattborgara sé varið í sendiráð, Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Getur 320 þúsund manna þjóð verið með þjóðleikhús sem tekur til sín rúmlega 900 milljónir? Getur hún verið með sinfóníu sem tekur til sín um 700 milljónir? Getur hún lagt 300 milljónir í niðurgreiðslu á leigu eða í rekstarstyrk á einu húsi í Reykjavík sem heitir Harpa? Getum við verið með utanríkisþjónustu sem gerir ráð fyrir því að hundruðir milljóna séu notaðir í sendiráð í Nýju Dehli? Við erum 320 þúsund manns,“ sagði Elliði á bæjarstjórnarfundinum og bætti við: „Ef það er einhver kjarkur í stjórnmálamönnum, sama hvar í flokki þeir eru - niður með útgjaldahliðina áður en þeir fara að hreyfa við sköttunum okkar.“Elliði Vigninsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Sterk viðbrögð Elliði setti myndband af ræðu sinni inn á Youtube og hefur fengið sterk viðbrögð í kjölfarið. Umræða var um heilbrigðisþjónustuna í Vestmannaeyjum á bæjarstjórnarfundinum þegar Elliði tjáði sig um fjárlögin. Í samtali við Vísi segir Elliði að brýnt sé að forgangsraða í þágu grunnþjónustu. „Það vantar fjármagn í heilbrigðisþjónustu á landinu öllu. Sömu sögu er að segja af löggæslu, menntun og samgöngum. Við verðum að spyrja okkur hvort við getum hagrætt,“ segir Elliði. „Ég hef fengið sterk viðbrögð í dag og átti svo sem von á því þegar ég setti myndbandið á netið. Þau dæmi sem ég nefndi í ræðunni varðandi Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands eru auðvitað ekki einu dæmin þar sem hægt er að hagræða. Þetta eru allt góð verkefni en þegar grunnþjónustunni blæðir þá þurfum við að forgangsraða. Það þarf sem dæmi um 4% af því sem Umhverfisstofun fær árlega til þess að leiðrétta stöðu heilbrigðiskerfisins,“ segir Elliði. Hann segir mikilvægt að umræða fari fram um málið. Umræðumenningin geti þó oft verið á lágu plani. „Í hvert sinn sem ég minnist á þetta þá fæ ég skilaboð um það að okkur Eyjamönnum væri nær að halda okkur saman þar sem að þjóðin væri að halda uppi byggð í Vestmannaeyjum. Það er ekki hægt að halda uppi málflutningi með þessum hætti. Við verðum að tryggja grunnþjónustu á öllu landinu.“
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira