Bæjarstjóri Vestmannaeyja: Höfum við efni á Þjóðleikhúsi og Sinfóníuhljómsveitinni? Jón Júlíus Karlsson skrifar 4. nóvember 2013 16:48 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku að forgangsraða þurfi í ríkisrekstri til að tryggja grunnþjónustu. Hann gagnrýnir að peningum íslenskra skattborgara sé varið í sendiráð, Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Getur 320 þúsund manna þjóð verið með þjóðleikhús sem tekur til sín rúmlega 900 milljónir? Getur hún verið með sinfóníu sem tekur til sín um 700 milljónir? Getur hún lagt 300 milljónir í niðurgreiðslu á leigu eða í rekstarstyrk á einu húsi í Reykjavík sem heitir Harpa? Getum við verið með utanríkisþjónustu sem gerir ráð fyrir því að hundruðir milljóna séu notaðir í sendiráð í Nýju Dehli? Við erum 320 þúsund manns,“ sagði Elliði á bæjarstjórnarfundinum og bætti við: „Ef það er einhver kjarkur í stjórnmálamönnum, sama hvar í flokki þeir eru - niður með útgjaldahliðina áður en þeir fara að hreyfa við sköttunum okkar.“Elliði Vigninsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Sterk viðbrögð Elliði setti myndband af ræðu sinni inn á Youtube og hefur fengið sterk viðbrögð í kjölfarið. Umræða var um heilbrigðisþjónustuna í Vestmannaeyjum á bæjarstjórnarfundinum þegar Elliði tjáði sig um fjárlögin. Í samtali við Vísi segir Elliði að brýnt sé að forgangsraða í þágu grunnþjónustu. „Það vantar fjármagn í heilbrigðisþjónustu á landinu öllu. Sömu sögu er að segja af löggæslu, menntun og samgöngum. Við verðum að spyrja okkur hvort við getum hagrætt,“ segir Elliði. „Ég hef fengið sterk viðbrögð í dag og átti svo sem von á því þegar ég setti myndbandið á netið. Þau dæmi sem ég nefndi í ræðunni varðandi Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands eru auðvitað ekki einu dæmin þar sem hægt er að hagræða. Þetta eru allt góð verkefni en þegar grunnþjónustunni blæðir þá þurfum við að forgangsraða. Það þarf sem dæmi um 4% af því sem Umhverfisstofun fær árlega til þess að leiðrétta stöðu heilbrigðiskerfisins,“ segir Elliði. Hann segir mikilvægt að umræða fari fram um málið. Umræðumenningin geti þó oft verið á lágu plani. „Í hvert sinn sem ég minnist á þetta þá fæ ég skilaboð um það að okkur Eyjamönnum væri nær að halda okkur saman þar sem að þjóðin væri að halda uppi byggð í Vestmannaeyjum. Það er ekki hægt að halda uppi málflutningi með þessum hætti. Við verðum að tryggja grunnþjónustu á öllu landinu.“ Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku að forgangsraða þurfi í ríkisrekstri til að tryggja grunnþjónustu. Hann gagnrýnir að peningum íslenskra skattborgara sé varið í sendiráð, Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Getur 320 þúsund manna þjóð verið með þjóðleikhús sem tekur til sín rúmlega 900 milljónir? Getur hún verið með sinfóníu sem tekur til sín um 700 milljónir? Getur hún lagt 300 milljónir í niðurgreiðslu á leigu eða í rekstarstyrk á einu húsi í Reykjavík sem heitir Harpa? Getum við verið með utanríkisþjónustu sem gerir ráð fyrir því að hundruðir milljóna séu notaðir í sendiráð í Nýju Dehli? Við erum 320 þúsund manns,“ sagði Elliði á bæjarstjórnarfundinum og bætti við: „Ef það er einhver kjarkur í stjórnmálamönnum, sama hvar í flokki þeir eru - niður með útgjaldahliðina áður en þeir fara að hreyfa við sköttunum okkar.“Elliði Vigninsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Sterk viðbrögð Elliði setti myndband af ræðu sinni inn á Youtube og hefur fengið sterk viðbrögð í kjölfarið. Umræða var um heilbrigðisþjónustuna í Vestmannaeyjum á bæjarstjórnarfundinum þegar Elliði tjáði sig um fjárlögin. Í samtali við Vísi segir Elliði að brýnt sé að forgangsraða í þágu grunnþjónustu. „Það vantar fjármagn í heilbrigðisþjónustu á landinu öllu. Sömu sögu er að segja af löggæslu, menntun og samgöngum. Við verðum að spyrja okkur hvort við getum hagrætt,“ segir Elliði. „Ég hef fengið sterk viðbrögð í dag og átti svo sem von á því þegar ég setti myndbandið á netið. Þau dæmi sem ég nefndi í ræðunni varðandi Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands eru auðvitað ekki einu dæmin þar sem hægt er að hagræða. Þetta eru allt góð verkefni en þegar grunnþjónustunni blæðir þá þurfum við að forgangsraða. Það þarf sem dæmi um 4% af því sem Umhverfisstofun fær árlega til þess að leiðrétta stöðu heilbrigðiskerfisins,“ segir Elliði. Hann segir mikilvægt að umræða fari fram um málið. Umræðumenningin geti þó oft verið á lágu plani. „Í hvert sinn sem ég minnist á þetta þá fæ ég skilaboð um það að okkur Eyjamönnum væri nær að halda okkur saman þar sem að þjóðin væri að halda uppi byggð í Vestmannaeyjum. Það er ekki hægt að halda uppi málflutningi með þessum hætti. Við verðum að tryggja grunnþjónustu á öllu landinu.“
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira