Bæjarstjóri Vestmannaeyja: Höfum við efni á Þjóðleikhúsi og Sinfóníuhljómsveitinni? Jón Júlíus Karlsson skrifar 4. nóvember 2013 16:48 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku að forgangsraða þurfi í ríkisrekstri til að tryggja grunnþjónustu. Hann gagnrýnir að peningum íslenskra skattborgara sé varið í sendiráð, Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Getur 320 þúsund manna þjóð verið með þjóðleikhús sem tekur til sín rúmlega 900 milljónir? Getur hún verið með sinfóníu sem tekur til sín um 700 milljónir? Getur hún lagt 300 milljónir í niðurgreiðslu á leigu eða í rekstarstyrk á einu húsi í Reykjavík sem heitir Harpa? Getum við verið með utanríkisþjónustu sem gerir ráð fyrir því að hundruðir milljóna séu notaðir í sendiráð í Nýju Dehli? Við erum 320 þúsund manns,“ sagði Elliði á bæjarstjórnarfundinum og bætti við: „Ef það er einhver kjarkur í stjórnmálamönnum, sama hvar í flokki þeir eru - niður með útgjaldahliðina áður en þeir fara að hreyfa við sköttunum okkar.“Elliði Vigninsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Sterk viðbrögð Elliði setti myndband af ræðu sinni inn á Youtube og hefur fengið sterk viðbrögð í kjölfarið. Umræða var um heilbrigðisþjónustuna í Vestmannaeyjum á bæjarstjórnarfundinum þegar Elliði tjáði sig um fjárlögin. Í samtali við Vísi segir Elliði að brýnt sé að forgangsraða í þágu grunnþjónustu. „Það vantar fjármagn í heilbrigðisþjónustu á landinu öllu. Sömu sögu er að segja af löggæslu, menntun og samgöngum. Við verðum að spyrja okkur hvort við getum hagrætt,“ segir Elliði. „Ég hef fengið sterk viðbrögð í dag og átti svo sem von á því þegar ég setti myndbandið á netið. Þau dæmi sem ég nefndi í ræðunni varðandi Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands eru auðvitað ekki einu dæmin þar sem hægt er að hagræða. Þetta eru allt góð verkefni en þegar grunnþjónustunni blæðir þá þurfum við að forgangsraða. Það þarf sem dæmi um 4% af því sem Umhverfisstofun fær árlega til þess að leiðrétta stöðu heilbrigðiskerfisins,“ segir Elliði. Hann segir mikilvægt að umræða fari fram um málið. Umræðumenningin geti þó oft verið á lágu plani. „Í hvert sinn sem ég minnist á þetta þá fæ ég skilaboð um það að okkur Eyjamönnum væri nær að halda okkur saman þar sem að þjóðin væri að halda uppi byggð í Vestmannaeyjum. Það er ekki hægt að halda uppi málflutningi með þessum hætti. Við verðum að tryggja grunnþjónustu á öllu landinu.“ Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku að forgangsraða þurfi í ríkisrekstri til að tryggja grunnþjónustu. Hann gagnrýnir að peningum íslenskra skattborgara sé varið í sendiráð, Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Getur 320 þúsund manna þjóð verið með þjóðleikhús sem tekur til sín rúmlega 900 milljónir? Getur hún verið með sinfóníu sem tekur til sín um 700 milljónir? Getur hún lagt 300 milljónir í niðurgreiðslu á leigu eða í rekstarstyrk á einu húsi í Reykjavík sem heitir Harpa? Getum við verið með utanríkisþjónustu sem gerir ráð fyrir því að hundruðir milljóna séu notaðir í sendiráð í Nýju Dehli? Við erum 320 þúsund manns,“ sagði Elliði á bæjarstjórnarfundinum og bætti við: „Ef það er einhver kjarkur í stjórnmálamönnum, sama hvar í flokki þeir eru - niður með útgjaldahliðina áður en þeir fara að hreyfa við sköttunum okkar.“Elliði Vigninsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Sterk viðbrögð Elliði setti myndband af ræðu sinni inn á Youtube og hefur fengið sterk viðbrögð í kjölfarið. Umræða var um heilbrigðisþjónustuna í Vestmannaeyjum á bæjarstjórnarfundinum þegar Elliði tjáði sig um fjárlögin. Í samtali við Vísi segir Elliði að brýnt sé að forgangsraða í þágu grunnþjónustu. „Það vantar fjármagn í heilbrigðisþjónustu á landinu öllu. Sömu sögu er að segja af löggæslu, menntun og samgöngum. Við verðum að spyrja okkur hvort við getum hagrætt,“ segir Elliði. „Ég hef fengið sterk viðbrögð í dag og átti svo sem von á því þegar ég setti myndbandið á netið. Þau dæmi sem ég nefndi í ræðunni varðandi Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands eru auðvitað ekki einu dæmin þar sem hægt er að hagræða. Þetta eru allt góð verkefni en þegar grunnþjónustunni blæðir þá þurfum við að forgangsraða. Það þarf sem dæmi um 4% af því sem Umhverfisstofun fær árlega til þess að leiðrétta stöðu heilbrigðiskerfisins,“ segir Elliði. Hann segir mikilvægt að umræða fari fram um málið. Umræðumenningin geti þó oft verið á lágu plani. „Í hvert sinn sem ég minnist á þetta þá fæ ég skilaboð um það að okkur Eyjamönnum væri nær að halda okkur saman þar sem að þjóðin væri að halda uppi byggð í Vestmannaeyjum. Það er ekki hægt að halda uppi málflutningi með þessum hætti. Við verðum að tryggja grunnþjónustu á öllu landinu.“
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira