Þrjár framsóknarkonur orðaðar við nýjan ráðherrastól Karen Kjartansdóttir skrifar 1. september 2013 19:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að til standi að skipa nýjan ráðherra sem meðal annars muni fara með auðlindamál fljótlega. Þrjár konur eru orðaðar við embættið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði komu nýs ráðherra Framsóknarflokksins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Frá því ný ríkisstjórn tók við hafa níu ráðherrar verið í embætti en af þeim hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft fimm og Framsóknarflokkurinn fjóra. „Það kemur að því fljótlega, það veltur á því hvernig vinnu við verkaskiptingu ráðuneyta vindur fram. Það er allavega ljóst að það verður til sterkt ráðuneyti sem fer meðal annars með umhverfismál," sagði Sigmundur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki hægt að slá því föstu hvenær ráðherrann mun taka við en líklegt þykir að það verði í lok þessa árs. Þá hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um hver muni gegna því embætti en í ljósi þess að kynjahlutföll í ráðherrahópi Framsóknarflokksins eru ójöfn, og flokkurinn hefur sætt gagnrýni vegna þess, þykir líklegt að kona muni gegna því. Áhrifafólk í flokknum sem fréttastofa ræddi við í dag orðuðu þrjár konur við embættið: Vigdísi Hauksdóttur, Sigrúnu Magnúsdóttur og Silju Dögg Gunnarsdóttur. Samkvæmt venju ætti Vigdís að koma fyrst til greina en sú staðreynd að henni var ekki fengið embætti við myndan núverandi ríkisstjórnar þykir sýna að hún nýtur ekki fulls trausts. Þá þykir framganga hennar og yfirlýsingar að undanförnu þótt mjög óheppilegar fyrir flokkinn þykir hafa dregið verulega úr líkum á því að hún verði skipuð í embættið. Sigrún Magnúsdóttir er formaður þingflokksins og mikil reynslubolti úr borgarpólitík en hún var borgarfulltrúi 1986-2002. Sigrún verður hins vegar sjötug á næsta ári og þykir óvíst að hún muni þiggja embættið verði henni boðið það. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins úr Suðurkjördæmi, þykir koma nokkuð sterklega til greina en hún hefur reynslu af störfum innan flokksins og með góða reynslu úr atvinnulífinu. Atvinnuuppbygging á Suðurnesjum hefur henni meðal annars verið mjög hugleikin og hefur hún hvatt til álversuppbyggingar á Suðurnesjum í greinum. Þegar ný ríkisstjórn tók við var gagnrýnt að sérstakt umhverfisráðuneyti væri ekki lengur starfandi. Hvort nýr umhverfisráðherra nái að sætta þau sjónarmið skal ósagt látið.Athugasemd: Í niðurlagi þessarar fréttar mætti skilja það sem svo að umhverfisráðuneytið sé ekki lengur starfandi. Til að taka af öll tvímæli skal tekið skal fram að það er ekki rétt, Sigurður Ingi Jóhannsson gegnir nú embætti umhverfis- og auðlindaráðherra jafnframt því að gegna embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í fréttinni var verið að vísa til gagnrýni sem uppi var höfð uppi þegar síðasta ríkisstjórn tók við. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að til standi að skipa nýjan ráðherra sem meðal annars muni fara með auðlindamál fljótlega. Þrjár konur eru orðaðar við embættið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði komu nýs ráðherra Framsóknarflokksins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Frá því ný ríkisstjórn tók við hafa níu ráðherrar verið í embætti en af þeim hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft fimm og Framsóknarflokkurinn fjóra. „Það kemur að því fljótlega, það veltur á því hvernig vinnu við verkaskiptingu ráðuneyta vindur fram. Það er allavega ljóst að það verður til sterkt ráðuneyti sem fer meðal annars með umhverfismál," sagði Sigmundur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki hægt að slá því föstu hvenær ráðherrann mun taka við en líklegt þykir að það verði í lok þessa árs. Þá hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um hver muni gegna því embætti en í ljósi þess að kynjahlutföll í ráðherrahópi Framsóknarflokksins eru ójöfn, og flokkurinn hefur sætt gagnrýni vegna þess, þykir líklegt að kona muni gegna því. Áhrifafólk í flokknum sem fréttastofa ræddi við í dag orðuðu þrjár konur við embættið: Vigdísi Hauksdóttur, Sigrúnu Magnúsdóttur og Silju Dögg Gunnarsdóttur. Samkvæmt venju ætti Vigdís að koma fyrst til greina en sú staðreynd að henni var ekki fengið embætti við myndan núverandi ríkisstjórnar þykir sýna að hún nýtur ekki fulls trausts. Þá þykir framganga hennar og yfirlýsingar að undanförnu þótt mjög óheppilegar fyrir flokkinn þykir hafa dregið verulega úr líkum á því að hún verði skipuð í embættið. Sigrún Magnúsdóttir er formaður þingflokksins og mikil reynslubolti úr borgarpólitík en hún var borgarfulltrúi 1986-2002. Sigrún verður hins vegar sjötug á næsta ári og þykir óvíst að hún muni þiggja embættið verði henni boðið það. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins úr Suðurkjördæmi, þykir koma nokkuð sterklega til greina en hún hefur reynslu af störfum innan flokksins og með góða reynslu úr atvinnulífinu. Atvinnuuppbygging á Suðurnesjum hefur henni meðal annars verið mjög hugleikin og hefur hún hvatt til álversuppbyggingar á Suðurnesjum í greinum. Þegar ný ríkisstjórn tók við var gagnrýnt að sérstakt umhverfisráðuneyti væri ekki lengur starfandi. Hvort nýr umhverfisráðherra nái að sætta þau sjónarmið skal ósagt látið.Athugasemd: Í niðurlagi þessarar fréttar mætti skilja það sem svo að umhverfisráðuneytið sé ekki lengur starfandi. Til að taka af öll tvímæli skal tekið skal fram að það er ekki rétt, Sigurður Ingi Jóhannsson gegnir nú embætti umhverfis- og auðlindaráðherra jafnframt því að gegna embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í fréttinni var verið að vísa til gagnrýni sem uppi var höfð uppi þegar síðasta ríkisstjórn tók við.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira