Verð hátt í fjórum sinnum hærra á Íslandi Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 22. júlí 2013 19:12 Fréttastofa kannaði verð á barnavörum í verslunum hérlendis og í Bandaríkjunum. Algengt er að verð hér á landi sé þrisvar til fjórum sinnum hærra en vestanhafs. Tökum dæmi. Chicco Fun Travel leikteppi færðu í Bandaríkjunum á rúmar 7500 krónur. Hér á landi borgarðu tæpar 22000 krónur fyrir sama teppið. Eignistu tvíbura þarftu á tvöfaldri kerru að halda og kostar ein slík ytra tæpar 28000 krónur en hér heima um 87000 krónur. Börn þurfa á góðum bílstól að halda og fyrir einn góðan vestanhafs þarftu að borga rúmar 18000 krónur. Hér heima þarftu að punga út 64495 fyrir sama stól. Að síðustu er það Graco Trekko kerra sem kostar úti rúmar 19000 krónur en á Íslandi tæpar 70000 krónur. Sífellt er að færast í aukana að landsmenn versli vörur frá Bandaríkjunum í gegnum internetið og fái þær sendar hingað til lands. Ef bílstóllinn, kerrurnar og leikteppið væru keypt í einu lagi hér heima kostar það rúmar 240000 krónur. Ef vörurnar væru pantaðar í gegnum netið og sendar hingað heim með flutningi á vegum Icetransport myndi það kosta í kringum 160000 krónur og er sú upphæð með flutningskostnaði, sköttum og öllum öðrum gjöldum. Það má því spyrja sig, er einhver hvati fyrir neytendur að versla vörur sínar hér á landi. „Það má til dæmis benda á það að það er alveg klárt að neytendaverndin sem slík er miklu meiri þegar um vöru er að ræða sem er keypt í íslenskum verslunum. Með öðrum orðum ef að vara er til dæmis gölluð eiga íslenskir neytendur miklu ríkari rétt og miklu auðveldara um vik að fá vöruna endurgreidda eða fá nýja vöru í staðinn, en ef hún er keypteftir einhverjum pöntunarlista erlendis frá," segir Andrés Magnússon, framkvæmdarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu. En hvað skýrir þessi háu verð? Er við verslunarmenn að sakast eða umhverfið sem þeim er búið? „Aðstöðumunurinn sem íslensk verslun býr við, hinn skattalegi aðstöðumunur miðað við til dæmis verslun í Bandaríkjunum er gífulegur. Ákvörðun stjórnvalda um hvað skattar eru háir hefur afgerandi áhrif á það hvað vörur í landinu kosta. Það vitum við öll," segir Andrés jafnframt. Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Sjá meira
Fréttastofa kannaði verð á barnavörum í verslunum hérlendis og í Bandaríkjunum. Algengt er að verð hér á landi sé þrisvar til fjórum sinnum hærra en vestanhafs. Tökum dæmi. Chicco Fun Travel leikteppi færðu í Bandaríkjunum á rúmar 7500 krónur. Hér á landi borgarðu tæpar 22000 krónur fyrir sama teppið. Eignistu tvíbura þarftu á tvöfaldri kerru að halda og kostar ein slík ytra tæpar 28000 krónur en hér heima um 87000 krónur. Börn þurfa á góðum bílstól að halda og fyrir einn góðan vestanhafs þarftu að borga rúmar 18000 krónur. Hér heima þarftu að punga út 64495 fyrir sama stól. Að síðustu er það Graco Trekko kerra sem kostar úti rúmar 19000 krónur en á Íslandi tæpar 70000 krónur. Sífellt er að færast í aukana að landsmenn versli vörur frá Bandaríkjunum í gegnum internetið og fái þær sendar hingað til lands. Ef bílstóllinn, kerrurnar og leikteppið væru keypt í einu lagi hér heima kostar það rúmar 240000 krónur. Ef vörurnar væru pantaðar í gegnum netið og sendar hingað heim með flutningi á vegum Icetransport myndi það kosta í kringum 160000 krónur og er sú upphæð með flutningskostnaði, sköttum og öllum öðrum gjöldum. Það má því spyrja sig, er einhver hvati fyrir neytendur að versla vörur sínar hér á landi. „Það má til dæmis benda á það að það er alveg klárt að neytendaverndin sem slík er miklu meiri þegar um vöru er að ræða sem er keypt í íslenskum verslunum. Með öðrum orðum ef að vara er til dæmis gölluð eiga íslenskir neytendur miklu ríkari rétt og miklu auðveldara um vik að fá vöruna endurgreidda eða fá nýja vöru í staðinn, en ef hún er keypteftir einhverjum pöntunarlista erlendis frá," segir Andrés Magnússon, framkvæmdarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu. En hvað skýrir þessi háu verð? Er við verslunarmenn að sakast eða umhverfið sem þeim er búið? „Aðstöðumunurinn sem íslensk verslun býr við, hinn skattalegi aðstöðumunur miðað við til dæmis verslun í Bandaríkjunum er gífulegur. Ákvörðun stjórnvalda um hvað skattar eru háir hefur afgerandi áhrif á það hvað vörur í landinu kosta. Það vitum við öll," segir Andrés jafnframt.
Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Sjá meira