Árnar horfnar og eftir standa gagnslitlar brýr Kristján Már Unnarsson skrifar 2. nóvember 2013 19:09 Brúin yfir Heinabergsvötn. Áin rann undir brúna í nokkra mánuði sumarið 1948 en hefur ekki sést síðan. Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2. Þrjár stórar brýr á Suðausturlandi hafa mætt þeim örlögum á undanförnum áratugum að verða gagnslitlar og jafnvel óþarfar vegna þess að árnar hurfu sem þær áttu að brúa. Fljótin áttu það sameiginlegt að koma undan skriðjöklum Vatnajökuls sem hopuðu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jöklar og brýr koma einnig við sögu í þættinum „Um land allt“ á mánudagskvöld kl. 20.05, sem er úr Suðursveit. Frægasta brúin sem þessi örlög hefur hlotið er jafnframt lengsta brú Íslands, Skeiðarárbrú, en fyrir fjórum árum hvarf Skeiðará og sameinaðist Gígjukvísl við það að Skeiðarárjökull hopaði. Frá árinu 2009 hefur þetta mikla mannvirki staðið að mestu á þurrum sandi, þar sem áður beljaði stórfljót, og nú rennur bara Morsá þarna undir og dygði mun styttri brú.Skeiðará hvarf árið 2009. Eftir stendur lengsta brú Íslands, 880 metra löng. Mun styttri brú dygði Morsá.En það er ekki einsdæmi að vatnsfall hverfi. Árið 1990 hvarf áin Stemma á Breiðamerkursandi þegar Stemmulón sameinaðist Jökulsárlóni eftir að Breiðamerkurjökull hopaði. Eftir stóð óþörf brú, sem nú er búið að fjarlægja. Elsta dæmi af þessu tagi er sennilega brúin yfir Heinabergsvötn skammt frá Smyrlabjörgum í Suðursveit, en hún gagnaðist bara í nokkra mánuði. Brúin var opnuð vorið 1948 en um haustið sama ár hvarf fljótið. Heinabergsvötn sameinuðust ánni Kolgrímu, þegar lón myndaðist við sporð Heinabergsjökuls, en Sigurbjörn Karlsson, bóndi á Smyrlabjörgum, lýsti breytingunum í viðtali á Stöð 2.Bjarni Bjarnason hjá Jöklajeppum í Suðursveit sér merki þess að Vatnajökull sé að stækka aftur.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.En kannski verður aftur þörf fyrir brýrnar, miðað við nýjustu fréttir af Vatnajökli. Bjarni Bjarnason, sem stendur fyrir vélsleðaferðum á jökulinn, segist sjá merki þess að Vatnajökull sé að stækka aftur. Við skálann Jöklasel í 830 metra hæð í Suðursveit séu nú þykkari fannir en á sama tíma í fyrra og muni verulegu. Þar sem var 20 sentímetra snjólag í apríl í fyrra var í vor fimm metra þykkur snjór. Hornafjörður Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Ferðamennirnir vilja einnig upplifa Vatnajökul að vetri Fyrirtæki í Suðursveit bókar nú ferðamenn í vélsleðaferðir á Vatnajökul allt til nóvemberloka en áður lauk starfseminni upp úr verslunarmannahelgi. 31. október 2013 19:50 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira
Þrjár stórar brýr á Suðausturlandi hafa mætt þeim örlögum á undanförnum áratugum að verða gagnslitlar og jafnvel óþarfar vegna þess að árnar hurfu sem þær áttu að brúa. Fljótin áttu það sameiginlegt að koma undan skriðjöklum Vatnajökuls sem hopuðu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jöklar og brýr koma einnig við sögu í þættinum „Um land allt“ á mánudagskvöld kl. 20.05, sem er úr Suðursveit. Frægasta brúin sem þessi örlög hefur hlotið er jafnframt lengsta brú Íslands, Skeiðarárbrú, en fyrir fjórum árum hvarf Skeiðará og sameinaðist Gígjukvísl við það að Skeiðarárjökull hopaði. Frá árinu 2009 hefur þetta mikla mannvirki staðið að mestu á þurrum sandi, þar sem áður beljaði stórfljót, og nú rennur bara Morsá þarna undir og dygði mun styttri brú.Skeiðará hvarf árið 2009. Eftir stendur lengsta brú Íslands, 880 metra löng. Mun styttri brú dygði Morsá.En það er ekki einsdæmi að vatnsfall hverfi. Árið 1990 hvarf áin Stemma á Breiðamerkursandi þegar Stemmulón sameinaðist Jökulsárlóni eftir að Breiðamerkurjökull hopaði. Eftir stóð óþörf brú, sem nú er búið að fjarlægja. Elsta dæmi af þessu tagi er sennilega brúin yfir Heinabergsvötn skammt frá Smyrlabjörgum í Suðursveit, en hún gagnaðist bara í nokkra mánuði. Brúin var opnuð vorið 1948 en um haustið sama ár hvarf fljótið. Heinabergsvötn sameinuðust ánni Kolgrímu, þegar lón myndaðist við sporð Heinabergsjökuls, en Sigurbjörn Karlsson, bóndi á Smyrlabjörgum, lýsti breytingunum í viðtali á Stöð 2.Bjarni Bjarnason hjá Jöklajeppum í Suðursveit sér merki þess að Vatnajökull sé að stækka aftur.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.En kannski verður aftur þörf fyrir brýrnar, miðað við nýjustu fréttir af Vatnajökli. Bjarni Bjarnason, sem stendur fyrir vélsleðaferðum á jökulinn, segist sjá merki þess að Vatnajökull sé að stækka aftur. Við skálann Jöklasel í 830 metra hæð í Suðursveit séu nú þykkari fannir en á sama tíma í fyrra og muni verulegu. Þar sem var 20 sentímetra snjólag í apríl í fyrra var í vor fimm metra þykkur snjór.
Hornafjörður Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Ferðamennirnir vilja einnig upplifa Vatnajökul að vetri Fyrirtæki í Suðursveit bókar nú ferðamenn í vélsleðaferðir á Vatnajökul allt til nóvemberloka en áður lauk starfseminni upp úr verslunarmannahelgi. 31. október 2013 19:50 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira
Ferðamennirnir vilja einnig upplifa Vatnajökul að vetri Fyrirtæki í Suðursveit bókar nú ferðamenn í vélsleðaferðir á Vatnajökul allt til nóvemberloka en áður lauk starfseminni upp úr verslunarmannahelgi. 31. október 2013 19:50