Enski boltinn

Southampton jafnaði metin undir lokin gegn United

Stefán Árni Pálsson skrifar
Manchester United og Southampton gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór fram á Old Trafford.

Robin van Persie skoraði fyrsta mark leiksins á 26. mínútu leiksins en heimamenn voru heilt yfir töluvert sterkari í leiknum.

Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum skoraði Dejan Lovren mark fyrir gestina og þeir náðu í stig á Old Trafford.

Manchester United er í áttunda sætinu með 11 stig en Southampton í fjórða sætinu með 15 stig.

Englandsmeistararnir halda því áfram slöku gengi í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×