Enski boltinn

Kári lék allan leikinn í tapi Rotherham gegn MK Dons

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kári Árnason
Kári Árnason nordicphotos/getty
Rotherham tapaði fyrir MK Dons, 3-2, í ensku C-deildinni í dag en Kári Árnason var allan tímann inn á vellinum í liði Rotherham.

Leikurinn fór fram á heimavelli MK Dons. Staðan var 2-2 í hálfleik en rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins fékk leikmaður Rotherham að líta rauða spjaldið og MK Dons fékk að auki vítaspyrnu sem þeir nýttu.

Sigurmark leiksins kom tveim mínútum fyrir leikslok þegar Patrick Bamford, leikmaður MK Dons, skoraði laglegt mark og niðurstaðan 3-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×