Fyrirsláttur að Snowden verði að vera á landinu til að sækja um hæli Jakob Bjarnar skrifar 4. júlí 2013 13:52 Ef marka má orð lögmannsins Helgu Völu er það fyrirsláttur yfirvalda að Snowden þurfi að vera hér staddur til að sækja um hæli. Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir það alrangt, sem fram hefur komið, að Edward Snowden þurfi að vera á landinu til að sækja um landvistarleyfi. „Þetta er alrangt því það er lögbundið að umsækjandi um leyfi til dvalar verði að sækja um áður en komið er. Sagt er líka að hann verði að vera hér áður en hann sækir um hæli. Það er ekki heldur rétt því fordæmi eru fyrir því að stjórnvöld hafi veitt fólki sem statt er utanlands hæli. Þá má sækja um hæli í sendiráðum Íslands erlendis sem og sækja um visa og sækja formlega um hæli við komuna. Vilji stjórnvalda er það eina sem þarf,“ segir Helga Vala á Facebooksíðu sinni. Ögmundur Jónasson sagði á Alþingi í morgun að bandarísk stjórnvöld hefðu brotið gegn stjórnarskrá Íslands með njósnum sínum og veita ætti Snowden landvistarleyfi hér á landi. Stjórnvöld, þeirra á meðal Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, hafa hingað til afgreitt þetta mál sem svo að ekki sé hægt að veita mönnum hæli hér nema þeir séu hér staddir. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður Allsherjarnefndar, var á þeim nótum á þinginu í morgun; hælisumsókn yrði að vera borin fram af einstaklingi sem væri staddur hér á landi auk þess sem upplýsingar skorti í málinu. „Mér vitanlega hefur ekki komið fram umsókn frá þessum tiltekna einstaklingi umsókn um ríkisborgararétt hér á Íslandi. Og þess vegna hefur nefndin ekki tekið þetta fyrir, og ég hef ekki áform um að gera það, nema annað tilefni gefist til. Hvernig ætti umfjöllun nefndarinnar að fara fram? Við höfum engin gögn, engar upplýsingar og þar af leiðandi engar forsendur, til þess að meta það hvort að þessi einstaklingur sem hér sé spurt um uppfylli þau skilyrði og ástæða sé til þess fyrir okkur að taka það mál til umfjöllunar," sagði Unnur Brá á Alþingi. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir það alrangt, sem fram hefur komið, að Edward Snowden þurfi að vera á landinu til að sækja um landvistarleyfi. „Þetta er alrangt því það er lögbundið að umsækjandi um leyfi til dvalar verði að sækja um áður en komið er. Sagt er líka að hann verði að vera hér áður en hann sækir um hæli. Það er ekki heldur rétt því fordæmi eru fyrir því að stjórnvöld hafi veitt fólki sem statt er utanlands hæli. Þá má sækja um hæli í sendiráðum Íslands erlendis sem og sækja um visa og sækja formlega um hæli við komuna. Vilji stjórnvalda er það eina sem þarf,“ segir Helga Vala á Facebooksíðu sinni. Ögmundur Jónasson sagði á Alþingi í morgun að bandarísk stjórnvöld hefðu brotið gegn stjórnarskrá Íslands með njósnum sínum og veita ætti Snowden landvistarleyfi hér á landi. Stjórnvöld, þeirra á meðal Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, hafa hingað til afgreitt þetta mál sem svo að ekki sé hægt að veita mönnum hæli hér nema þeir séu hér staddir. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður Allsherjarnefndar, var á þeim nótum á þinginu í morgun; hælisumsókn yrði að vera borin fram af einstaklingi sem væri staddur hér á landi auk þess sem upplýsingar skorti í málinu. „Mér vitanlega hefur ekki komið fram umsókn frá þessum tiltekna einstaklingi umsókn um ríkisborgararétt hér á Íslandi. Og þess vegna hefur nefndin ekki tekið þetta fyrir, og ég hef ekki áform um að gera það, nema annað tilefni gefist til. Hvernig ætti umfjöllun nefndarinnar að fara fram? Við höfum engin gögn, engar upplýsingar og þar af leiðandi engar forsendur, til þess að meta það hvort að þessi einstaklingur sem hér sé spurt um uppfylli þau skilyrði og ástæða sé til þess fyrir okkur að taka það mál til umfjöllunar," sagði Unnur Brá á Alþingi.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira