Lanegan syngur uppáhaldslögin sín Freyr Bjarnason skrifar 19. september 2013 08:45 Bandaríski tónlistarmaðurinn Mark Lanegan hefur gefið út tökulagaplötuna Imitations hjá útgáfunni Vagrant Records. Tólf lög eru á plötunni, þar á meðal She"s Gone með Hall & Oates, You Only Live Twice með Nancy Sinatra og Brompton Oratory með Nick Cave. Lanegan segir verkefnið hafa haft mikla tilfinningalega þýðingu fyrir sig: „Þegar ég var að alast upp seint á sjöunda áratugnum og í byrjun þess áttunda spiluðu foreldrar mínir og vinir þeirra plötur með Andy Williams, Dean Martin, Frank Sinatra og Perry Como. Þetta var tónlist með strengjaútsetningum og karlar að syngja lög sem hljómuðu sorgmædd, hvort sem þau voru það eða ekki,“ sagði söngvarinn. „Á mínu heimili hlustuðu foreldrar mínir líka á sveitatónlist. Willie Nelson, Johnny Cash, George Jones og Vern Gosdin voru á meðal uppáhaldstónlistarmannanna. Mig hefur lengi langað til að búa til plötu sem veitti mér sömu tilfinningu og þessar gömlu plötur gerðu, með því að nota sömu lögin og ég elskaði sem strákur og önnur sem ég hef heillast af á fullorðinsárum mínum. Það er þessi plata, Imitations.“ Mark Lanegan fæddist í Washington í Bandaríkjunum árið 1964 og verður því fimmtugur á næsta ári. Hann er einna þekktastur sem söngvari grunge-sveitarinnar Screaming Trees. Auk þess hefur hann átt gifturíkan sólóferil og starfað með listamönnum á borð við Isobel Campbell, Moby, Nick Cave, Soulsavers, Mad Season og rokkurunum í Queens of The Stone Age. Lanegan kemur fram á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni 30. nóvember og 1. desember og er þetta fyrsta heimsókn hans til Íslands. Tónleikarnir eru lokahnykkurinn í tveggja mánaða tónleikaferðalagi söngvarans, European Acoustic Tour. Sérstakir gestir verða Duke Garwood og Lyenn. Lanegan og sá fyrrnefndi sendu frá sér plötuna Black Pudding fyrr á árinu og uppskáru mikið lof gagnrýnenda. Lyenn er hliðarverkefni Frederic L. Jacques, en auk þeirra tveggja er von á fleiri góðum gestum á tónleikana. Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Mark Lanegan hefur gefið út tökulagaplötuna Imitations hjá útgáfunni Vagrant Records. Tólf lög eru á plötunni, þar á meðal She"s Gone með Hall & Oates, You Only Live Twice með Nancy Sinatra og Brompton Oratory með Nick Cave. Lanegan segir verkefnið hafa haft mikla tilfinningalega þýðingu fyrir sig: „Þegar ég var að alast upp seint á sjöunda áratugnum og í byrjun þess áttunda spiluðu foreldrar mínir og vinir þeirra plötur með Andy Williams, Dean Martin, Frank Sinatra og Perry Como. Þetta var tónlist með strengjaútsetningum og karlar að syngja lög sem hljómuðu sorgmædd, hvort sem þau voru það eða ekki,“ sagði söngvarinn. „Á mínu heimili hlustuðu foreldrar mínir líka á sveitatónlist. Willie Nelson, Johnny Cash, George Jones og Vern Gosdin voru á meðal uppáhaldstónlistarmannanna. Mig hefur lengi langað til að búa til plötu sem veitti mér sömu tilfinningu og þessar gömlu plötur gerðu, með því að nota sömu lögin og ég elskaði sem strákur og önnur sem ég hef heillast af á fullorðinsárum mínum. Það er þessi plata, Imitations.“ Mark Lanegan fæddist í Washington í Bandaríkjunum árið 1964 og verður því fimmtugur á næsta ári. Hann er einna þekktastur sem söngvari grunge-sveitarinnar Screaming Trees. Auk þess hefur hann átt gifturíkan sólóferil og starfað með listamönnum á borð við Isobel Campbell, Moby, Nick Cave, Soulsavers, Mad Season og rokkurunum í Queens of The Stone Age. Lanegan kemur fram á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni 30. nóvember og 1. desember og er þetta fyrsta heimsókn hans til Íslands. Tónleikarnir eru lokahnykkurinn í tveggja mánaða tónleikaferðalagi söngvarans, European Acoustic Tour. Sérstakir gestir verða Duke Garwood og Lyenn. Lanegan og sá fyrrnefndi sendu frá sér plötuna Black Pudding fyrr á árinu og uppskáru mikið lof gagnrýnenda. Lyenn er hliðarverkefni Frederic L. Jacques, en auk þeirra tveggja er von á fleiri góðum gestum á tónleikana.
Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning