Kennir fólki að smíða rafmagnsgítar Freyr Bjarnason skrifar 19. september 2013 08:30 Gunnar Örn Sigurðsson hefur undanfarin ár kennt á námskeiði í gítarsmíði á vegum Tækniskóla Íslands. fréttablaðið/stefán Gunnar Örn Sigurðsson hefur undanfarin ár kennt á námskeiði í gítarsmíði á vegum Tækniskóla Íslands. Hann telur að hátt í eitt hundrað manns séu búnir að smíða sinn eigin rafmagnsgítar hér á landi. „Þetta hefur aldrei verið gert áður á Íslandi. Þetta er vel falið leyndarmál,“ segir Gunnar Örn. Hann er þessa dagana að smíða svokallaðan Flying V-gítar sem verður boðinn upp til góðgerðamála á tónlistarhátíðinni Rokkjötnum, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Gunnar Örn byrjaði með námskeiðið árið 2007 og hefur það haldið áfram á hverju ári síðan. „Hún er ótrúleg á þessu litla landi, þessi gífurlega aðsókn,“ segir Gunnar, sem byrjar með nýtt námskeið 23. september. Hægt er að smíða þrjár tegundir af gíturum og kostar námið um 170 þúsund krónur. „Inni í því eru spýturnar, lakkið, teinninn í gegnum hálsinn og hnetan sem strengirnir falla í. Það eina sem menn þurfa að kaupa er „pick-up“ og „hardware“.“ Aðspurður segir Gunnar Örn að alls konar fólk hafi stundað námið. „Þetta eru áhugamenn um gítara og atvinnutónlistarmenn hafa verið líka eins og Beggi Morthens og Þorleifur Guðjónsson.“ Aðeins ein kona hefur látið sjá sig á námskeiðinu og kom hún árið 2007. „Það væri gaman að sjá fleiri konur.“ Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Gunnar Örn Sigurðsson hefur undanfarin ár kennt á námskeiði í gítarsmíði á vegum Tækniskóla Íslands. Hann telur að hátt í eitt hundrað manns séu búnir að smíða sinn eigin rafmagnsgítar hér á landi. „Þetta hefur aldrei verið gert áður á Íslandi. Þetta er vel falið leyndarmál,“ segir Gunnar Örn. Hann er þessa dagana að smíða svokallaðan Flying V-gítar sem verður boðinn upp til góðgerðamála á tónlistarhátíðinni Rokkjötnum, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Gunnar Örn byrjaði með námskeiðið árið 2007 og hefur það haldið áfram á hverju ári síðan. „Hún er ótrúleg á þessu litla landi, þessi gífurlega aðsókn,“ segir Gunnar, sem byrjar með nýtt námskeið 23. september. Hægt er að smíða þrjár tegundir af gíturum og kostar námið um 170 þúsund krónur. „Inni í því eru spýturnar, lakkið, teinninn í gegnum hálsinn og hnetan sem strengirnir falla í. Það eina sem menn þurfa að kaupa er „pick-up“ og „hardware“.“ Aðspurður segir Gunnar Örn að alls konar fólk hafi stundað námið. „Þetta eru áhugamenn um gítara og atvinnutónlistarmenn hafa verið líka eins og Beggi Morthens og Þorleifur Guðjónsson.“ Aðeins ein kona hefur látið sjá sig á námskeiðinu og kom hún árið 2007. „Það væri gaman að sjá fleiri konur.“
Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira