Enski boltinn

Hodgson ætlar að fara varlega með strákana frá Man. Utd

Rooney er í hópnum hjá Hodgson.
Rooney er í hópnum hjá Hodgson.
England og Brasilía mætast í áhugaverðum vináttulandsleik á Wembley í kvöld. Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, ætlar sér ekki að ógna vinskapnum við Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, í leiknum.

Hodgson er með fjóra leikmenn frá Man. Utd í hópnum og hann hefur lofað Ferguson því að fara sparlega með þá.

"Ég veit að Man. Utd er að fara að spila mikilvæga leiki í Meistaradeildinni. Ég hef ekki rætt við Ferguson og ég þarf þess ekkert. Ég hef stýrt félagsliðum sjálfur og veit að Alex vill að ég passi vel upp á hans leikmenn," sagði Hodgson.

"Ég ber virðingu fyrir því hvernig þessir stóru stjórar sjá til þess að við fáum fullan aðgang að þeirra leikmönnum. Þetta er mikilvægur vináttulandsleikur en ég vil ekki að svona leikur sé á kostnað félaganna sem eiga stóra leiki fram undan."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×