Eigum að lifa í sátt við lúpínuna Ingveldur Geirsdóttir skrifar 28. júní 2013 19:07 Lúpínan er nú í blóma og málar landið víða fjólubláum litum landsmönnum ýmist til ama eða unaðar. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur mælir með því að við lifum í sátt við lúpínuna og mælir gegn því að eitrað sé fyrir henni. Alaskalúpínan var fyrst flutt til Íslands um aldamótin 1900 sem garðplanta og um fimmtíu árum síðar var farið að nota hana í landgræðslu. Hún hefur víða gert sitt gagn en sitt sýnist hverjum um útbreiðslu hennar nú, en lúpínan hefur náð að dreifa sér hratt um landið. „Þetta er mjög gagnleg planta til landgræðslu og sem undanfari skógræktar, planta sem gerir Íslendingum mikið gagn og landinu þannig að ég held að menn eigi að fara mjög varlega í að tala um útrýmingu á jafn nytsamri plöntu og lúpínan er," segir Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Náttúrufræðstofnun Íslands og Landgræðsla ríkisins gáfu nýverið út bækling um lúpínu og skógarkerfil. En þær plöntur flokkast sem ágengar og hafa þessar tvær stofnanir það að markmiðið að heft útbreiðslu þeirra. Í bæklingnum segir að til að hefta útbreiðslu lúpínunnar megi stínga upp stakar plöntur, slá lúpínubreiður, beita sauðfé á landið eða nota illgresiseyði. Helga finnst ekki ábyrgt að gefinn sé út leiðbeiningabæklingur þar sem hvatt er til eiturefnanotkunar út í náttúrunni. Það hafi líka komið í ljós í nýlegri evrópskri rannsókn, sem náði til átján landa, að það tiltekna eiturefni sem er mest notað sem illgresiseitur á Íslandi fannst í 10% til 90% tilvika í þvagi fólks í þessum átján löndum. „Þetta er einhver hlutur sem menn verða að skoða rækilega, ekki síst þar sem lúpínusvæði eru oft í kringum þéttbýli. Þetta getur borist í vatnið, þetta fer inn í fæðukeðjuna, mér finnst ekki rétt að gera þetta svona." Helgi mælir með hinni náttúrulegu aðferð vilji fólk losna við lúpínuna. „Ég mæli með hinni náttúrulegu aðferð. Grasafræðingar hafa bent á að hún virðist hörfa eftir þrjátíu til fimmtíu ár. Það er einfaldast að fólk sættist við þessa plöntu, að hún fái að skila sinni vinnu, hneigi sig síðan og fari," segir Helgi. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Lúpínan er nú í blóma og málar landið víða fjólubláum litum landsmönnum ýmist til ama eða unaðar. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur mælir með því að við lifum í sátt við lúpínuna og mælir gegn því að eitrað sé fyrir henni. Alaskalúpínan var fyrst flutt til Íslands um aldamótin 1900 sem garðplanta og um fimmtíu árum síðar var farið að nota hana í landgræðslu. Hún hefur víða gert sitt gagn en sitt sýnist hverjum um útbreiðslu hennar nú, en lúpínan hefur náð að dreifa sér hratt um landið. „Þetta er mjög gagnleg planta til landgræðslu og sem undanfari skógræktar, planta sem gerir Íslendingum mikið gagn og landinu þannig að ég held að menn eigi að fara mjög varlega í að tala um útrýmingu á jafn nytsamri plöntu og lúpínan er," segir Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Náttúrufræðstofnun Íslands og Landgræðsla ríkisins gáfu nýverið út bækling um lúpínu og skógarkerfil. En þær plöntur flokkast sem ágengar og hafa þessar tvær stofnanir það að markmiðið að heft útbreiðslu þeirra. Í bæklingnum segir að til að hefta útbreiðslu lúpínunnar megi stínga upp stakar plöntur, slá lúpínubreiður, beita sauðfé á landið eða nota illgresiseyði. Helga finnst ekki ábyrgt að gefinn sé út leiðbeiningabæklingur þar sem hvatt er til eiturefnanotkunar út í náttúrunni. Það hafi líka komið í ljós í nýlegri evrópskri rannsókn, sem náði til átján landa, að það tiltekna eiturefni sem er mest notað sem illgresiseitur á Íslandi fannst í 10% til 90% tilvika í þvagi fólks í þessum átján löndum. „Þetta er einhver hlutur sem menn verða að skoða rækilega, ekki síst þar sem lúpínusvæði eru oft í kringum þéttbýli. Þetta getur borist í vatnið, þetta fer inn í fæðukeðjuna, mér finnst ekki rétt að gera þetta svona." Helgi mælir með hinni náttúrulegu aðferð vilji fólk losna við lúpínuna. „Ég mæli með hinni náttúrulegu aðferð. Grasafræðingar hafa bent á að hún virðist hörfa eftir þrjátíu til fimmtíu ár. Það er einfaldast að fólk sættist við þessa plöntu, að hún fái að skila sinni vinnu, hneigi sig síðan og fari," segir Helgi.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira