Vill æðarvarp í stað vargfugla í hólma Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. ágúst 2013 07:30 Jón Ketilsson. Í baklsýn er hólmin sem eitt sinn var athvarf æðarfugla en er nú undirlagður af vargfugli. Mynd/Helgi Ólafsson Sjómaður á Raufarhöfn vill fá leyfi til að útrýma vargi á hólma við bæinn og koma þar upp æðarvarpi. Jón Ketilsson, sjómaður á Raufarhöfn, hefur óskað eftir leyfi bæjaryfirvalda til að koma upp æðarvarpi í hólma undan vitanum þar í bæ. Hólminn er reyndar þéttsetinn af vargfugli svo Jón óskar einnig eftir undanþágu til að eyða honum. „Ég verð að fá undanþágu frá lögum til að skjóta hann,“ segir hann. Jón kveðst þekkja vel til æðarvarpa. „Það var mikið æðarvarp þar sem ég ólst upp,“ segir Jón sem er frá Kollavík í Þistilfirði. „En svo segja mér eldri menn að það hafi verið mikið æðarvarp í hólmanum hér í gamla daga en þegar síldarbræðslan byrjaði árið 1940 kom svo mikill grútur í hafnarmynnið að æðarfuglinn drapst bara.“ Ef öll leyfi fást og vargnum verður komið fyrir kattarnef mun Jón setja dekk út í hólminn sem yrðu eins konar var fyrir æðarfuglinn. Strengja síðan band með flöggum í sterkum litum milli stika til að fæla varginn frá því að koma sér fyrir að nýju. Erindið var tekið fyrir á bæjarráðsfundi Norðurþings þann 15. ágúst síðastliðinn og tekin var ákvörðun um að vísa málinu til framkvæmda- og hafnanefndar. „Ég veit ekkert hvað þeir segja um þetta en hins vegar veit ég að bæjarbúar eru ánægðir með þetta,“ segir Jón. Hann segir að verð á æðardún sé með hæsta móti en að það sé ekki aðalhvatinn fyrir þessum áformum. „Þetta er meira svona hobbí hjá mér,“ segir Jón. Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Sjómaður á Raufarhöfn vill fá leyfi til að útrýma vargi á hólma við bæinn og koma þar upp æðarvarpi. Jón Ketilsson, sjómaður á Raufarhöfn, hefur óskað eftir leyfi bæjaryfirvalda til að koma upp æðarvarpi í hólma undan vitanum þar í bæ. Hólminn er reyndar þéttsetinn af vargfugli svo Jón óskar einnig eftir undanþágu til að eyða honum. „Ég verð að fá undanþágu frá lögum til að skjóta hann,“ segir hann. Jón kveðst þekkja vel til æðarvarpa. „Það var mikið æðarvarp þar sem ég ólst upp,“ segir Jón sem er frá Kollavík í Þistilfirði. „En svo segja mér eldri menn að það hafi verið mikið æðarvarp í hólmanum hér í gamla daga en þegar síldarbræðslan byrjaði árið 1940 kom svo mikill grútur í hafnarmynnið að æðarfuglinn drapst bara.“ Ef öll leyfi fást og vargnum verður komið fyrir kattarnef mun Jón setja dekk út í hólminn sem yrðu eins konar var fyrir æðarfuglinn. Strengja síðan band með flöggum í sterkum litum milli stika til að fæla varginn frá því að koma sér fyrir að nýju. Erindið var tekið fyrir á bæjarráðsfundi Norðurþings þann 15. ágúst síðastliðinn og tekin var ákvörðun um að vísa málinu til framkvæmda- og hafnanefndar. „Ég veit ekkert hvað þeir segja um þetta en hins vegar veit ég að bæjarbúar eru ánægðir með þetta,“ segir Jón. Hann segir að verð á æðardún sé með hæsta móti en að það sé ekki aðalhvatinn fyrir þessum áformum. „Þetta er meira svona hobbí hjá mér,“ segir Jón.
Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira