Undirbúa alþjóðlegt uppboð á æðardúni á Íslandi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. ágúst 2013 07:00 Æðardúnsútflytjandinn Jón Sveinsson segir gamaldags hugsunarhátt valda því að Íslendingar missa af miklum tækifærum og fé við æðardúnssölu. Fréttablaðið/Jón Sigurður Æðardúnshreinsari hvetur til þess að ráðherra breyti lögum svo hann geti komið á fót alþjóðlegu æðardúnsuppboði í Reykjavík. Hann segir núverandi kerfi ýta undir einokun og spillingu. Æðardúnssængur seljast dýrum dómum í Japan. Jón Sveinsson, dúnhreinsari og útflytjandi á Miðhúsum í Reykhólasveit, vinnur að því með fjárfestum að koma á fót alþjóðlegu uppboði á æðardúni í Reykjavík. Jón segir að þó talað sé um að gott verð fáist fyrir æðardún um þessar mundir sé það hjóm eitt miðað við það verð sem fæst fyrir dúninn fullunninn.Verra settir enn kaffibændur í Afríku „Við sem erum í þessum geira erum verr settir en kaffibændurnir í Afríku sem fá aðeins einn tuttugasta af kaffiverðinu,“ segir Jón. Æðardúnn er nýttur erlendis í sængur, fatnað og margt fleira sem selt er dýrum dómum. „Menn geta séð það sjálfir að sængur með íslenskum æðardúni eru seldar fyrir milljónir á japanska vefnum Rakuten. Ég sá eina um daginn sem var sett á fjörutíu milljónir. Það var ekki innsláttarvilla. Svo er æðardúnn einnig notaður í kuldajakka sem aðeins er á færi milljónamæringa að kaupa.“ Jón segir Íslendinga sóa dýrmætum tækifærum með því að standa ekki betur að málum varðandi jafn dýramæta auðlind og íslenski æðardúninn. „Við ættum að gera það sama og Danir gera varðandi minkaskinnið sem selt er á rokverði á uppboði í Kaupmannahöfn ár hvert,“ segir hann. „Þannig skapast gegnsæi varðandi verðmyndun og þannig er komið í veg fyrir að einokun skapist við söluna, bæði hér heima og í löndum eins og Japan þar sem mikið af henni selst.“Vill ríkismat á æðardúni burt Þá segir Jón mikilvægt að fella úr gildi lög um gæðamat á æðardúni frá árinu 2005 en í þeim segir að fullhreinsaður dúnn verði að fá vottorð frá sérstökum dúnmatsmanni frá ríkinu áður en hann er seldur. „Á venjulegum markaði er ekki þörf á manni frá ríkinu sem segir hvað er nógu gott til sölu og hvað ekki. Hægt er að flokka dúninn eftir gæðaflokkum og ef einhver vill kaupa dún af minni gæðum, eigum við þá ekki að leyfa honum það?“ spyr Jón. Enn fremur segist Jón vilja fá leyfi til að tína dúninn erlendis. „Þetta er tímafrekur og dýr verkþáttur, þannig að ég vil flytja þrældóminn úr landi en flytja arðinn inn,“ bæti hann við. Að sögn Jóns eru fjárfestar spenntir fyrir hugmyndinni. „En svo að þetta gangi eftir þarf að fella lögin úr gildi og ef þetta gengur eftir verður Ísland þekkt fyrir æðardúninn frekar en Eyjafjallajökul,“ segir Jón sem kveðst vongóður um að Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra felli lögin úr gildi þó þau hafi verið sett í tíð flokksbróður Sigurðar, Guðna Ágústssonar, sem landbúnaðarráðherra. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Æðardúnshreinsari hvetur til þess að ráðherra breyti lögum svo hann geti komið á fót alþjóðlegu æðardúnsuppboði í Reykjavík. Hann segir núverandi kerfi ýta undir einokun og spillingu. Æðardúnssængur seljast dýrum dómum í Japan. Jón Sveinsson, dúnhreinsari og útflytjandi á Miðhúsum í Reykhólasveit, vinnur að því með fjárfestum að koma á fót alþjóðlegu uppboði á æðardúni í Reykjavík. Jón segir að þó talað sé um að gott verð fáist fyrir æðardún um þessar mundir sé það hjóm eitt miðað við það verð sem fæst fyrir dúninn fullunninn.Verra settir enn kaffibændur í Afríku „Við sem erum í þessum geira erum verr settir en kaffibændurnir í Afríku sem fá aðeins einn tuttugasta af kaffiverðinu,“ segir Jón. Æðardúnn er nýttur erlendis í sængur, fatnað og margt fleira sem selt er dýrum dómum. „Menn geta séð það sjálfir að sængur með íslenskum æðardúni eru seldar fyrir milljónir á japanska vefnum Rakuten. Ég sá eina um daginn sem var sett á fjörutíu milljónir. Það var ekki innsláttarvilla. Svo er æðardúnn einnig notaður í kuldajakka sem aðeins er á færi milljónamæringa að kaupa.“ Jón segir Íslendinga sóa dýrmætum tækifærum með því að standa ekki betur að málum varðandi jafn dýramæta auðlind og íslenski æðardúninn. „Við ættum að gera það sama og Danir gera varðandi minkaskinnið sem selt er á rokverði á uppboði í Kaupmannahöfn ár hvert,“ segir hann. „Þannig skapast gegnsæi varðandi verðmyndun og þannig er komið í veg fyrir að einokun skapist við söluna, bæði hér heima og í löndum eins og Japan þar sem mikið af henni selst.“Vill ríkismat á æðardúni burt Þá segir Jón mikilvægt að fella úr gildi lög um gæðamat á æðardúni frá árinu 2005 en í þeim segir að fullhreinsaður dúnn verði að fá vottorð frá sérstökum dúnmatsmanni frá ríkinu áður en hann er seldur. „Á venjulegum markaði er ekki þörf á manni frá ríkinu sem segir hvað er nógu gott til sölu og hvað ekki. Hægt er að flokka dúninn eftir gæðaflokkum og ef einhver vill kaupa dún af minni gæðum, eigum við þá ekki að leyfa honum það?“ spyr Jón. Enn fremur segist Jón vilja fá leyfi til að tína dúninn erlendis. „Þetta er tímafrekur og dýr verkþáttur, þannig að ég vil flytja þrældóminn úr landi en flytja arðinn inn,“ bæti hann við. Að sögn Jóns eru fjárfestar spenntir fyrir hugmyndinni. „En svo að þetta gangi eftir þarf að fella lögin úr gildi og ef þetta gengur eftir verður Ísland þekkt fyrir æðardúninn frekar en Eyjafjallajökul,“ segir Jón sem kveðst vongóður um að Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra felli lögin úr gildi þó þau hafi verið sett í tíð flokksbróður Sigurðar, Guðna Ágústssonar, sem landbúnaðarráðherra.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira