Líkir Hannesi við mykjudreifara Jóhannes Stefánsson skrifar 30. júní 2013 11:50 Háskólaprófessorinn sparar ekki stóru orðin þegar hann lýsir samstarfsmanni sínum. GVA/Valli Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, fer mikinn í nýju bloggi sínu þar sem hann gerir lítið úr Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessori og samstarfsmanni sínum, og kallar hann meðal annars "mykjudreifara" og "vúdu-skáld." Prófessorarnir hafa um langt skeið átt í ritdeilum þar sem þeir takast á um þjóðmál, hagfræði og stjórnmál. Stefán Ólafsson er ekki spar á stóru orðin í nýjasta blogginu sem birtist á Eyjunni og liggur Hannesi á hálsi fyrir að hafa ekkert gagn gert í samfélaginu auk þess að vera mykjudreifari og vúdú-skáld. „Í fyrrasumar hlutu mykjudreifari frjálshyggjunnar (AMX-vefurinn) og vúdú-skáldið Hannes Hólmsteinn frelsisverðlaun Kjartans sameiginlega, fyrir framlag sitt á liðnum árum. Það var snjallt, enda mykjudreifarinn og Hannes eitt og sama fyrirbærið!" Segir í bloggi Stefáns.Hommar og lesbíur gert gagn en ekki frjálshyggjumenn Hannes Hólmsteinn er ekki sá eini sem Stefán fer ófögrum orðum um í blogginu. Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Eykons Energy, sem hefur fengið leyfi til olíuvinnslu á Drekasvæðinu, verður líka fyrir barðinu á háskólaprófessornum. Stefán segir Gunnlaug enga reynslu hafa af því að bora eftir olíu og að hann muni líkast til beita vúdú-hagfræði við útreikning á arðsemi af olíuleitinni. Þá segir hann Gunnlaug hafa gert tilraun til að breyta frjálshyggjunni í hippahreyfingu. Þar vísar Stefán til bókar Gunnlaugs Jónssonar, Ábyrgðarkver, þar sem hann færir rök fyrir því að bankar hafi fyrir hrun getað farið með fé annarra án þess að eigendur þeirra þyrftu að bera ábyrgð á því sem illa færi vegna ríkisábyrgðar. Stefán segir Gunnlaug einnig hafa hannað nýtt merki fyrir Frjálshyggjufélagið á Íslandi til að reyna að mýkja ímynd þess. Stefáni er einnig tíðrætt um frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar, sem Gunnlaugur og Samtökin 78' hlutu í ár. Um það segir Stefán: „Samtökin 78 hlutu einnig frelsisverðlaun frá Kjartani Gunnarssyni að þessu sinni. Það hefur sennilega verið gert til að ljá verðlaununum meiri vikt og virðingu, enda hafa hommar og lesbíur gert alvöru gagn í samfélaginu – ólíkt frjálshyggjumönnum." Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, fer mikinn í nýju bloggi sínu þar sem hann gerir lítið úr Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessori og samstarfsmanni sínum, og kallar hann meðal annars "mykjudreifara" og "vúdu-skáld." Prófessorarnir hafa um langt skeið átt í ritdeilum þar sem þeir takast á um þjóðmál, hagfræði og stjórnmál. Stefán Ólafsson er ekki spar á stóru orðin í nýjasta blogginu sem birtist á Eyjunni og liggur Hannesi á hálsi fyrir að hafa ekkert gagn gert í samfélaginu auk þess að vera mykjudreifari og vúdú-skáld. „Í fyrrasumar hlutu mykjudreifari frjálshyggjunnar (AMX-vefurinn) og vúdú-skáldið Hannes Hólmsteinn frelsisverðlaun Kjartans sameiginlega, fyrir framlag sitt á liðnum árum. Það var snjallt, enda mykjudreifarinn og Hannes eitt og sama fyrirbærið!" Segir í bloggi Stefáns.Hommar og lesbíur gert gagn en ekki frjálshyggjumenn Hannes Hólmsteinn er ekki sá eini sem Stefán fer ófögrum orðum um í blogginu. Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Eykons Energy, sem hefur fengið leyfi til olíuvinnslu á Drekasvæðinu, verður líka fyrir barðinu á háskólaprófessornum. Stefán segir Gunnlaug enga reynslu hafa af því að bora eftir olíu og að hann muni líkast til beita vúdú-hagfræði við útreikning á arðsemi af olíuleitinni. Þá segir hann Gunnlaug hafa gert tilraun til að breyta frjálshyggjunni í hippahreyfingu. Þar vísar Stefán til bókar Gunnlaugs Jónssonar, Ábyrgðarkver, þar sem hann færir rök fyrir því að bankar hafi fyrir hrun getað farið með fé annarra án þess að eigendur þeirra þyrftu að bera ábyrgð á því sem illa færi vegna ríkisábyrgðar. Stefán segir Gunnlaug einnig hafa hannað nýtt merki fyrir Frjálshyggjufélagið á Íslandi til að reyna að mýkja ímynd þess. Stefáni er einnig tíðrætt um frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar, sem Gunnlaugur og Samtökin 78' hlutu í ár. Um það segir Stefán: „Samtökin 78 hlutu einnig frelsisverðlaun frá Kjartani Gunnarssyni að þessu sinni. Það hefur sennilega verið gert til að ljá verðlaununum meiri vikt og virðingu, enda hafa hommar og lesbíur gert alvöru gagn í samfélaginu – ólíkt frjálshyggjumönnum."
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir