Femínistafélagið hrósar leikfangaverslun Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 15. nóvember 2013 11:38 Í nýjum bæklingi frá Toys r US má sjá stelpur og stráka leika sér saman í bílaleik og í barbí. Bæði kynin sjást leika sér með smíðasett og eldhúsdót og með dúkkur og risaeðlur, án þess að þessi leikföng séu sérstaklega ætluð öðru kyninu. Femínistafélag Íslands hrósar leikfangafyrirtækinu fyrir nýja bæklinginn sinn sem hefur farið víða. Í tilkynningu frá félaginu segir: „Það er Femínistafélagi Íslands bæði ljúft og skylt að hrósa því þegar jafnréttissjónarmið eru höfð til hliðsjónar í starfsemi aðila sem eru í aðstöðu til að hafa áhrif.“ Ástæða þess að Femínistafélagið telur ástæðu til að hrósa fyrirtækinu er sú að í auglýsingaefninu í bæklingnum er gerð tilraun til þess að brjóta upp kynjaðar staðalímyndir um áhugasvið barna „Það er mjög ánægjulegt að sjá að staðalímyndir eru lagðar til hliðar og áhersla lögð á að börn geti leikið sér með hvaða leikföng sem þeim finnst skemmtileg, óháð kyni,“ segir í tilkynningunni. Femínistafélag Íslands vill nota þetta tækifæri og hvetja foreldra, forráðamenn, afa og ömmur, systkini og yfir höfuð öll þau sem að kaupa jólagjafir handa börnum um þessi jól, til þess að gera ekki börnum þann óleik að setja þau í bláa eða bleika kassa. „Við vonum að fólk leyfi sér að hugsa út fyrir rammann og gefi strákum og stelpum leikföng sem eru þroskandi og skemmtileg, burtséð frá því hvað hefur hingað til verið skilgreint sem stelpudót og strákadót.“ Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Í nýjum bæklingi frá Toys r US má sjá stelpur og stráka leika sér saman í bílaleik og í barbí. Bæði kynin sjást leika sér með smíðasett og eldhúsdót og með dúkkur og risaeðlur, án þess að þessi leikföng séu sérstaklega ætluð öðru kyninu. Femínistafélag Íslands hrósar leikfangafyrirtækinu fyrir nýja bæklinginn sinn sem hefur farið víða. Í tilkynningu frá félaginu segir: „Það er Femínistafélagi Íslands bæði ljúft og skylt að hrósa því þegar jafnréttissjónarmið eru höfð til hliðsjónar í starfsemi aðila sem eru í aðstöðu til að hafa áhrif.“ Ástæða þess að Femínistafélagið telur ástæðu til að hrósa fyrirtækinu er sú að í auglýsingaefninu í bæklingnum er gerð tilraun til þess að brjóta upp kynjaðar staðalímyndir um áhugasvið barna „Það er mjög ánægjulegt að sjá að staðalímyndir eru lagðar til hliðar og áhersla lögð á að börn geti leikið sér með hvaða leikföng sem þeim finnst skemmtileg, óháð kyni,“ segir í tilkynningunni. Femínistafélag Íslands vill nota þetta tækifæri og hvetja foreldra, forráðamenn, afa og ömmur, systkini og yfir höfuð öll þau sem að kaupa jólagjafir handa börnum um þessi jól, til þess að gera ekki börnum þann óleik að setja þau í bláa eða bleika kassa. „Við vonum að fólk leyfi sér að hugsa út fyrir rammann og gefi strákum og stelpum leikföng sem eru þroskandi og skemmtileg, burtséð frá því hvað hefur hingað til verið skilgreint sem stelpudót og strákadót.“
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira