Eydís semur við Elite í London Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. október 2013 07:00 Eydís Helena Evensen fyrirsæta gerði nýverið samning við umboðsskrifstofuna Elite í London. Skrifstofan er ein sú stærsta í heimi. mynd/benn healy „Ég skrifaði undir samninginn við Elite-skrifstofuna fyrir viku og er alsæl hérna í London,“ segir Eydís Helena Evensen fyrirsæta um samning sem hún gerði nýlega við Elite-umboðsskrifstofuna í London. Skrifstofan er ein sú virtasta í tískubransanum. Eydís Helena hefur starfað sem fyrirsæta frá því hún var sextán ára. „Ég byrjaði að vinna fyrir Elite á Íslandi þegar ég var sextán ára og hef setið fyrir víðs vegar en þó mest á Íslandi.“ Hún sat fyrir hér á landi hjá 66°Norður í fyrra og hefur undanfarið verið í prufum fyrir Burberry‘s, Topshop og Zara í London. Eydís átti upphaflega að sinna fyrirsætustarfinu í París á vegum frönsku umboðsskrifstofunnar Mademoiselle, en endaði þess í stað í London með samning við Elite. „Ég var upphaflega komin með samning við Mademoiselle-skrifstofuna í París og var á leið þangað en svo allt í einu breyttust hlutirnir og ég fór til London. Ég hitti Michelangelo Chiacchio, forstjóra Elite, í London rétt áður en ég átti að fara til Parísar og hann bauð mér að koma frekar til London,“ útskýrir hún. Elite Model Management er með 37 fyrirsætuskrifstofur víðs vegar um heim. Fyrirsætur á borð við Cindy Crawford, Gisele Bündchen, Stephanie Seymour, Adriana Lima, Alessandra Ambrosio, Tatjana Patitz og Lara Stone hafa verið á samningi hjá umboðsskrifstofunni. Eydís stundar fjarnám í píanóleik við Tónlistarskóla Reykjavíkur samhliða fyrirsætustarfinu og gaf meðal annars út geisladisk til styrktar ABC þegar hún var tólf ára gömul. „Ég hóf nám í klassískum píanóleik þegar ég var sex ára gömul og hef lokið framhaldsprófi frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Ég var líka í djassballett og í blaki hjá Stjörnunni en hætti vegna meiðsla. Núna stunda ég mest hot-jóga.“ Spurð út í framtíðaráform sín kveðst Eydís gjarnan vilja reyna fyrir sér sem fyrirsæta í Bandaríkjunum. „Það væri gaman að reyna fyrir sér í Bandaríkjunum en ég sækist ekkert frekar eftir því. Annars reyni ég að lifa heilsusamlegu lífi og sinna mínu starfi eins vel og ég get,“ segir hún að lokum. Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
„Ég skrifaði undir samninginn við Elite-skrifstofuna fyrir viku og er alsæl hérna í London,“ segir Eydís Helena Evensen fyrirsæta um samning sem hún gerði nýlega við Elite-umboðsskrifstofuna í London. Skrifstofan er ein sú virtasta í tískubransanum. Eydís Helena hefur starfað sem fyrirsæta frá því hún var sextán ára. „Ég byrjaði að vinna fyrir Elite á Íslandi þegar ég var sextán ára og hef setið fyrir víðs vegar en þó mest á Íslandi.“ Hún sat fyrir hér á landi hjá 66°Norður í fyrra og hefur undanfarið verið í prufum fyrir Burberry‘s, Topshop og Zara í London. Eydís átti upphaflega að sinna fyrirsætustarfinu í París á vegum frönsku umboðsskrifstofunnar Mademoiselle, en endaði þess í stað í London með samning við Elite. „Ég var upphaflega komin með samning við Mademoiselle-skrifstofuna í París og var á leið þangað en svo allt í einu breyttust hlutirnir og ég fór til London. Ég hitti Michelangelo Chiacchio, forstjóra Elite, í London rétt áður en ég átti að fara til Parísar og hann bauð mér að koma frekar til London,“ útskýrir hún. Elite Model Management er með 37 fyrirsætuskrifstofur víðs vegar um heim. Fyrirsætur á borð við Cindy Crawford, Gisele Bündchen, Stephanie Seymour, Adriana Lima, Alessandra Ambrosio, Tatjana Patitz og Lara Stone hafa verið á samningi hjá umboðsskrifstofunni. Eydís stundar fjarnám í píanóleik við Tónlistarskóla Reykjavíkur samhliða fyrirsætustarfinu og gaf meðal annars út geisladisk til styrktar ABC þegar hún var tólf ára gömul. „Ég hóf nám í klassískum píanóleik þegar ég var sex ára gömul og hef lokið framhaldsprófi frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Ég var líka í djassballett og í blaki hjá Stjörnunni en hætti vegna meiðsla. Núna stunda ég mest hot-jóga.“ Spurð út í framtíðaráform sín kveðst Eydís gjarnan vilja reyna fyrir sér sem fyrirsæta í Bandaríkjunum. „Það væri gaman að reyna fyrir sér í Bandaríkjunum en ég sækist ekkert frekar eftir því. Annars reyni ég að lifa heilsusamlegu lífi og sinna mínu starfi eins vel og ég get,“ segir hún að lokum.
Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira