Vill helst ekki vera í sama húsi og Graham Valur Grettisson skrifar 29. ágúst 2013 09:00 Sverrir Agnarsson, formaður félags múslíma á Íslandi segist virða málfrelsi en ekki kæra sig mikið um félagsskap Franklins Graham. „Það eru mikil vonbrigði að hún hafi ákveðið þetta,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78, um ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að halda erindi á Hátíð vonar sem verður haldin í Laugardalshöll í lok september. Aðalræðumaður hátíðarinnar er predikarinn Franklin Graham en sá er afar umdeildur, bæði vegna ummæla sinna um múslima sem og afstöðu hans til samkynhneigðra. Biskupsstofa baðst afsökunar á því að hafa auglýst hátíðina á vef sínum, kirkjan.is, skömmu fyrir Hinsegin daga sem fram fóru í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Meðal annars sagði í tilkynningu frá embættinu: „Það var ekki ætlunin með birtingu hennar að varpa neinum skugga á Hinsegin daga eða taka undir orð Franklins Graham um samkynhneigða og hjónaband þeirra. Við biðjumst afsökunar á þessu.“ Anna Pála segir ákvörðun biskups vonbrigði, ekki síst í ljósi þess að hún staldraði við og íhugaði málið, „og það réttilega,“ bætir Anna Pála við og segir að það sé eitt að taka þátt í samkomu án þess að vita um samhengi hennar eða hver stjarna hátíðarinnar er, og annað að taka ákvörðun um að ávarpa fund vitandi að þar sé maður sem miðli neikvæðum boðskap um samkynhneigða. „Mér finnst rökstuðningurinn sem hún færir fyrir þessari ákvörðun, að hún taki samstarf með kristnum söfnuðum fram yfir það að taka skýra afstöðu gegn hatursorðræðu ofsótts minnihlutahóps, lýsa allt öðru en kristilegum kærleika,“ segir Anna Pála. Hún segir samtökin hafa fengið gríðarlega sterk viðbrögð vegna viðburðarins og að það komi vel til greina að mótmæla hátíðinni með einhverju móti þegar nær dregur. Franklin er ekki aðeins umdeildur vegna sjónarmiða sinna gagnvart samkynhneigðum, heldur hefur hann talað harkalega gegn múslimum. Meðal annars hefur hann sagt íslam „ill og andstyggileg trúarbrögð“. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslíma á Íslandi, segir Franklin hluta af iðnvæddri íslamfóbíu, en hann virði þó sjónarmið allra, þótt hann sé ekki sammála þeim. „Ég er mikill stuðningsmaður málfrelsis og vil helst ekki skipta mér af því sem biskup Íslands gerir, en persónulega myndi ég ekki vilja vera í sama húsi og þessi maður,“ segir Sverrir um málflutning Franklins Graham.Vildi standa við loforðið„Það var nú aðallega það að ég var búin að lofa þessu og vildi standa við loforðið, eins og ég er alin upp við,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup, spurð um hvað réði úrslitum þegar hún ákvað að taka þátt í Hátíð vonar eftir að hafa tekið sér góðan umhugsunarfrest.Hún segist hafa reynt að koma því skýrt til skila að kirkjan standi heilshugar með réttindabaráttu hinsegin fólks og muni hvergi hvika frá því.„Vissulega getur það verið viss yfirlýsing að mæta ekki, en að mæta er líka yfirlýsing því þá fær maður tækifæri til að tala um hlutina og segja hug sinn.“ Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
„Það eru mikil vonbrigði að hún hafi ákveðið þetta,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78, um ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að halda erindi á Hátíð vonar sem verður haldin í Laugardalshöll í lok september. Aðalræðumaður hátíðarinnar er predikarinn Franklin Graham en sá er afar umdeildur, bæði vegna ummæla sinna um múslima sem og afstöðu hans til samkynhneigðra. Biskupsstofa baðst afsökunar á því að hafa auglýst hátíðina á vef sínum, kirkjan.is, skömmu fyrir Hinsegin daga sem fram fóru í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Meðal annars sagði í tilkynningu frá embættinu: „Það var ekki ætlunin með birtingu hennar að varpa neinum skugga á Hinsegin daga eða taka undir orð Franklins Graham um samkynhneigða og hjónaband þeirra. Við biðjumst afsökunar á þessu.“ Anna Pála segir ákvörðun biskups vonbrigði, ekki síst í ljósi þess að hún staldraði við og íhugaði málið, „og það réttilega,“ bætir Anna Pála við og segir að það sé eitt að taka þátt í samkomu án þess að vita um samhengi hennar eða hver stjarna hátíðarinnar er, og annað að taka ákvörðun um að ávarpa fund vitandi að þar sé maður sem miðli neikvæðum boðskap um samkynhneigða. „Mér finnst rökstuðningurinn sem hún færir fyrir þessari ákvörðun, að hún taki samstarf með kristnum söfnuðum fram yfir það að taka skýra afstöðu gegn hatursorðræðu ofsótts minnihlutahóps, lýsa allt öðru en kristilegum kærleika,“ segir Anna Pála. Hún segir samtökin hafa fengið gríðarlega sterk viðbrögð vegna viðburðarins og að það komi vel til greina að mótmæla hátíðinni með einhverju móti þegar nær dregur. Franklin er ekki aðeins umdeildur vegna sjónarmiða sinna gagnvart samkynhneigðum, heldur hefur hann talað harkalega gegn múslimum. Meðal annars hefur hann sagt íslam „ill og andstyggileg trúarbrögð“. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslíma á Íslandi, segir Franklin hluta af iðnvæddri íslamfóbíu, en hann virði þó sjónarmið allra, þótt hann sé ekki sammála þeim. „Ég er mikill stuðningsmaður málfrelsis og vil helst ekki skipta mér af því sem biskup Íslands gerir, en persónulega myndi ég ekki vilja vera í sama húsi og þessi maður,“ segir Sverrir um málflutning Franklins Graham.Vildi standa við loforðið„Það var nú aðallega það að ég var búin að lofa þessu og vildi standa við loforðið, eins og ég er alin upp við,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup, spurð um hvað réði úrslitum þegar hún ákvað að taka þátt í Hátíð vonar eftir að hafa tekið sér góðan umhugsunarfrest.Hún segist hafa reynt að koma því skýrt til skila að kirkjan standi heilshugar með réttindabaráttu hinsegin fólks og muni hvergi hvika frá því.„Vissulega getur það verið viss yfirlýsing að mæta ekki, en að mæta er líka yfirlýsing því þá fær maður tækifæri til að tala um hlutina og segja hug sinn.“
Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira