IKEA krefur meinta þjófa um á fimmtu milljón Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2013 12:16 Mynd/Vilhelm IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdarstjóri IKEA á Íslandi, segir í samtali við Vísi að þeim hjá fyrirtækinu hafi þótt rannsókn lögreglu ganga hægt og því hafi þessi skref verið tekin. „Við erum búnir að vinna að þessu frá því málið kom upp því okkur fannst þetta ganga of hægt hjá lögreglunni, að koma með eigin kröfu og stefnu á þetta fólk. Það er búið að birta þeim stefnuna og ganga frá þessu öllu saman þannig að þetta er komið í það ferli hjá okkur.“ Krafa fyrirtækisins er að fólkinu verði gert að greiða upphæð sem nemur á fimmtu milljón króna en þó segir Þórarinn þau telja að stolið hafi verið fyrir mun meira. „Upphæðin er mikið hærri en þetta en aftur á móti við teljum okkur ekki geta sannað alla hluti, þó við vitum að það sé ekki í lagi. Þegar fólk er að skila vörum ítrekað sem aldrei eru seldar og þetta sama fólk er síðan gripið við að stela vitum við að þetta fólk var að stela því líka. Aftur á móti eru ekki til upptökur þetta langt aftur í tímann sem dæmi. Þannig að krafan í sjálfu sér er bara hluti af því sem við teljum að fólkið hafi tekið. En samtals með áföllnum kostnaði og öðru sýnist mér þetta vera einhversstaðar á milli fjórar og fimm milljónir,“ segir Þórarinn. „Okkur fannst þetta ganga ansi hægt hjá lögreglunni og við ákváðum að höfða þá einkamál á þessa aðila og gera fjárkröfu á hópinn. Síðan er það lögreglunnar að fara fram á mögulega refsingu fyrir þennan hóp. Þá fangelsisvist eða eitthvað í þeim dúr ef þannig fer,“ segir Þórarinn. Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdarstjóri IKEA á Íslandi, segir í samtali við Vísi að þeim hjá fyrirtækinu hafi þótt rannsókn lögreglu ganga hægt og því hafi þessi skref verið tekin. „Við erum búnir að vinna að þessu frá því málið kom upp því okkur fannst þetta ganga of hægt hjá lögreglunni, að koma með eigin kröfu og stefnu á þetta fólk. Það er búið að birta þeim stefnuna og ganga frá þessu öllu saman þannig að þetta er komið í það ferli hjá okkur.“ Krafa fyrirtækisins er að fólkinu verði gert að greiða upphæð sem nemur á fimmtu milljón króna en þó segir Þórarinn þau telja að stolið hafi verið fyrir mun meira. „Upphæðin er mikið hærri en þetta en aftur á móti við teljum okkur ekki geta sannað alla hluti, þó við vitum að það sé ekki í lagi. Þegar fólk er að skila vörum ítrekað sem aldrei eru seldar og þetta sama fólk er síðan gripið við að stela vitum við að þetta fólk var að stela því líka. Aftur á móti eru ekki til upptökur þetta langt aftur í tímann sem dæmi. Þannig að krafan í sjálfu sér er bara hluti af því sem við teljum að fólkið hafi tekið. En samtals með áföllnum kostnaði og öðru sýnist mér þetta vera einhversstaðar á milli fjórar og fimm milljónir,“ segir Þórarinn. „Okkur fannst þetta ganga ansi hægt hjá lögreglunni og við ákváðum að höfða þá einkamál á þessa aðila og gera fjárkröfu á hópinn. Síðan er það lögreglunnar að fara fram á mögulega refsingu fyrir þennan hóp. Þá fangelsisvist eða eitthvað í þeim dúr ef þannig fer,“ segir Þórarinn.
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira