Karlmenn eru í mestri hættu varðandi skotelda Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2013 18:45 Karlmenn á öllum aldri eru í aðaláhættuhópnum þegar kemur að slysum vegna notkunar flugelda. Sérfræðingur í augnlækningum segir að á hverju ári verði nokkur mjög alvarleg slys sem jafnvel leiði til varanlegs sjónskaða. Flestir þeir sem verða fyrir alvarlegum skaða af völdum skotelda enda á bráðamóttökunni í Fossvogi hvort sem það er á gamlársdag eða allt fram á þrettándann. Gunnar Már Zoega augnlæknir þekkir verstu skaðana sem fólk verður fyrir að völdum flugelda. „Það er auðvitað stór hópur fólks sem leitar hingað á slysadeildina og hluti af þeim hópi kemur síðan til okkar augnlæknanna. Þótt augað sé stórkostlegt líffæri þá er mjög margt sem getur farið úrskeiðis þegar það verður fyrir flugeld. Allt frá minnihátar skaða sem gengur yfir með einfaldri meðferð yfir í mjög alvarlega og varanlegra skaða sem leiða í verstu tilfellunum til blindu,“ segir Gunnar Már. Um 40 prósent þeirra sem slasist af völdum flugelda fái langvarandi sjónskerðandi skaða. Hann segir miklar sveifur í þeim fjölda sem slasist alvarlega á hverju ári, allt frá einum til tveimur einstaklingum. „Til dæmis fyrir nokkrum árum voru átta fullorðnir karlmenn sem þurftu á augnlækni að halda eftir miðnætti á gamlárskvöld og enginn þeirra hafði verið með hlífðargleraugu. Þetta er einstakt ár hvað þetta varðar. Fyrir nokkrum árum var þetta fjöldi barna og táninga sem komu til augnlækna,“ segir Gunnar Már. Það er gaman að skjóta upp flugeldum og árlega skjóta Íslendingar upp flugeldum fyrir hundruð milljóna króna og ágóðinn rennur til góðs málefnis. En það eru aðallega karlmenn sem verða fyrir slysunum. Gunnar Már segir karlmennina skiptast í tvo hópa, unglingsstráka sem byrji að skjóta upp um leið og flugeldasalan hefst. „Og verstu slysin geta þá orðið þegar verið er að fikta við flugeldana, taka þá í sundur og búa til eitthvað sem ekki á að gera og síðan fullorðnir karlmenn á gamlárskvöld sem fylgja ekki leiðbeiningunum, gera eitthvað við flugeldana sem ekki á að gera og lenda þá í slysunum,“ segir Gunnar Már. Það sé því mikilvægt að fara varlega og fara eftir reglunum, þótt vissulega geti slysin gerst þrátt fyrir það. En ákaflega sjaldgæft sé að konur slasist vegna flugelda og Gunnar Már biðlar til mæðra og eiginkvenna skotglaðra karlmanna. „Kvenþjóðin er í lykilhlutverki að passa upp á okkur vil ég segja. Fylgjast með táningunum sínum dagana fyrir og eftir gamlársdag og síðan hugsa um eldri karlpeninginn á gamlárskvöld og sjá til þess að hann sé í skotheldu ástandi og það sé allt í lagi með þá þegar þeir byrja á þessu,“ segir Gunnar Már Zoega augnlæknir. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Fleiri fréttir Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Sjá meira
Karlmenn á öllum aldri eru í aðaláhættuhópnum þegar kemur að slysum vegna notkunar flugelda. Sérfræðingur í augnlækningum segir að á hverju ári verði nokkur mjög alvarleg slys sem jafnvel leiði til varanlegs sjónskaða. Flestir þeir sem verða fyrir alvarlegum skaða af völdum skotelda enda á bráðamóttökunni í Fossvogi hvort sem það er á gamlársdag eða allt fram á þrettándann. Gunnar Már Zoega augnlæknir þekkir verstu skaðana sem fólk verður fyrir að völdum flugelda. „Það er auðvitað stór hópur fólks sem leitar hingað á slysadeildina og hluti af þeim hópi kemur síðan til okkar augnlæknanna. Þótt augað sé stórkostlegt líffæri þá er mjög margt sem getur farið úrskeiðis þegar það verður fyrir flugeld. Allt frá minnihátar skaða sem gengur yfir með einfaldri meðferð yfir í mjög alvarlega og varanlegra skaða sem leiða í verstu tilfellunum til blindu,“ segir Gunnar Már. Um 40 prósent þeirra sem slasist af völdum flugelda fái langvarandi sjónskerðandi skaða. Hann segir miklar sveifur í þeim fjölda sem slasist alvarlega á hverju ári, allt frá einum til tveimur einstaklingum. „Til dæmis fyrir nokkrum árum voru átta fullorðnir karlmenn sem þurftu á augnlækni að halda eftir miðnætti á gamlárskvöld og enginn þeirra hafði verið með hlífðargleraugu. Þetta er einstakt ár hvað þetta varðar. Fyrir nokkrum árum var þetta fjöldi barna og táninga sem komu til augnlækna,“ segir Gunnar Már. Það er gaman að skjóta upp flugeldum og árlega skjóta Íslendingar upp flugeldum fyrir hundruð milljóna króna og ágóðinn rennur til góðs málefnis. En það eru aðallega karlmenn sem verða fyrir slysunum. Gunnar Már segir karlmennina skiptast í tvo hópa, unglingsstráka sem byrji að skjóta upp um leið og flugeldasalan hefst. „Og verstu slysin geta þá orðið þegar verið er að fikta við flugeldana, taka þá í sundur og búa til eitthvað sem ekki á að gera og síðan fullorðnir karlmenn á gamlárskvöld sem fylgja ekki leiðbeiningunum, gera eitthvað við flugeldana sem ekki á að gera og lenda þá í slysunum,“ segir Gunnar Már. Það sé því mikilvægt að fara varlega og fara eftir reglunum, þótt vissulega geti slysin gerst þrátt fyrir það. En ákaflega sjaldgæft sé að konur slasist vegna flugelda og Gunnar Már biðlar til mæðra og eiginkvenna skotglaðra karlmanna. „Kvenþjóðin er í lykilhlutverki að passa upp á okkur vil ég segja. Fylgjast með táningunum sínum dagana fyrir og eftir gamlársdag og síðan hugsa um eldri karlpeninginn á gamlárskvöld og sjá til þess að hann sé í skotheldu ástandi og það sé allt í lagi með þá þegar þeir byrja á þessu,“ segir Gunnar Már Zoega augnlæknir.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Fleiri fréttir Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Sjá meira