VG leggur til allt aðra leið í ríkisfjármálum Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2013 11:05 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna og Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður segja stefnu VG allt aðra en stjórnarflokkanna. mynd/vilhelm Vinstri græn leggja fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið sem fela í sér auknar tekjur upp á tíu milljarða og aukin útgjöld upp á ellefu milljarða. Hvorki vaxtabætur né barnabætur yrðu skertar og nefskattur Ríkisútvarpsins færi óskiptur til stofnunarinnar. Þingflokkur Vinstri grænna kynnti breytingartillögur sínar við fjárlagafrumvarpið á fréttamannafundi í alþingishúsinu í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir tillögurnar í samræmi við málflutning Vinstri grænna fyrir kosningar. „Því við teljum í raun og veru að Alþingi hafi raunhæfan valkost við þá niðurskurðarstefnu sem ríkisstjórnin hefur markað. Okkar tillögur snúast um að hefja uppbyggingu á almannaþjónustu í þágu fólksins í landinu og afla þá tekna, til að mynda með því að hækka á ný sérstakt veiðigjald og virðisaukaskatt á hótelgistingu,“ segir Katrín. Sá skattur yrði hækkaður úr 7 prósentum í 14 prósent hinn 1. mars á næsta ári, fallið yrði frá lækkun tekjuskatts í miðþrepi sem gæfi fimm milljarða, 4,7 milljarðar kæmu með hækkun veiðigjalds og leigugjald á makríl sem gæfi sjö milljarða og þá yrði auðlegðarskattur framlengdur sem gæfi 9 milljarða. Tekjur ríkissjóðs myndu aukast um 10 milljarða á næsta ári og 20 milljarða árið 2015. „Og fara í aðrar leiðir til þess að geta dregið úr niðurskurði og verið með einhverja innspýtingu í atvinnusköpun á sviði rannsókna og nýsköpunar,“ segir Katrín. En gera þingmenn Vinstri grænna þá ekki ráð fyrir neinum aðgerðum til að lækka skuldir heimilanna eins og ríkisstjórnin gerir ráð fyrir í sínum breytingatillögum við fjárlagafrumvarpið? „Nú höfum við auðvitað ekki séð breytingatillögur ríkisstjórnarinnar en þær miðast við sérstakan tekjustofn. Okkar tillögur snúast fyrst og fremst um breytingar á því frumvarpi sem við höfum séð,“ bætir Katrín við. Heildarútgjöld myndu aukast um 11 milljarða á næsta ári. Fjárfestingaráætlun fyrri stjórnar tæki að hluta til gildi vegna minni tekna og áfram yrði afgangur á fjárlögum eins og stjórnarflokkarnir ganga út frá. Útgjöld til heilbrigðismála yrðu aukin um 5 milljarða, 300 milljónir færu til skapandi greina, 730 milljónir til rannsóknarsjóðs, tæknirannsóknarsjóðs og markaðsátaks og fleira. Þá rynni útvarpsskatturinn óskiptur til Ríkisútvarpsins. „Við gerum ekki ráð fyrir lækkun barna- og vaxtabóta og við gerum raunar ráð fyrir því að efla fæðingarorlofssjóð og við gerum ráð fyrir því líka að efla og bæta í þróunarsjóðina. Þannig að eins og þú heyrir bera okkar tillögur vott um aðra pólitík og aðra forgangsröðun,“ segir Katrín Jakobsdóttir.Tillögur Vinstri grænna má skoða í heild sinni í meðfylgjandi skjali. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Vinstri græn leggja fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið sem fela í sér auknar tekjur upp á tíu milljarða og aukin útgjöld upp á ellefu milljarða. Hvorki vaxtabætur né barnabætur yrðu skertar og nefskattur Ríkisútvarpsins færi óskiptur til stofnunarinnar. Þingflokkur Vinstri grænna kynnti breytingartillögur sínar við fjárlagafrumvarpið á fréttamannafundi í alþingishúsinu í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir tillögurnar í samræmi við málflutning Vinstri grænna fyrir kosningar. „Því við teljum í raun og veru að Alþingi hafi raunhæfan valkost við þá niðurskurðarstefnu sem ríkisstjórnin hefur markað. Okkar tillögur snúast um að hefja uppbyggingu á almannaþjónustu í þágu fólksins í landinu og afla þá tekna, til að mynda með því að hækka á ný sérstakt veiðigjald og virðisaukaskatt á hótelgistingu,“ segir Katrín. Sá skattur yrði hækkaður úr 7 prósentum í 14 prósent hinn 1. mars á næsta ári, fallið yrði frá lækkun tekjuskatts í miðþrepi sem gæfi fimm milljarða, 4,7 milljarðar kæmu með hækkun veiðigjalds og leigugjald á makríl sem gæfi sjö milljarða og þá yrði auðlegðarskattur framlengdur sem gæfi 9 milljarða. Tekjur ríkissjóðs myndu aukast um 10 milljarða á næsta ári og 20 milljarða árið 2015. „Og fara í aðrar leiðir til þess að geta dregið úr niðurskurði og verið með einhverja innspýtingu í atvinnusköpun á sviði rannsókna og nýsköpunar,“ segir Katrín. En gera þingmenn Vinstri grænna þá ekki ráð fyrir neinum aðgerðum til að lækka skuldir heimilanna eins og ríkisstjórnin gerir ráð fyrir í sínum breytingatillögum við fjárlagafrumvarpið? „Nú höfum við auðvitað ekki séð breytingatillögur ríkisstjórnarinnar en þær miðast við sérstakan tekjustofn. Okkar tillögur snúast fyrst og fremst um breytingar á því frumvarpi sem við höfum séð,“ bætir Katrín við. Heildarútgjöld myndu aukast um 11 milljarða á næsta ári. Fjárfestingaráætlun fyrri stjórnar tæki að hluta til gildi vegna minni tekna og áfram yrði afgangur á fjárlögum eins og stjórnarflokkarnir ganga út frá. Útgjöld til heilbrigðismála yrðu aukin um 5 milljarða, 300 milljónir færu til skapandi greina, 730 milljónir til rannsóknarsjóðs, tæknirannsóknarsjóðs og markaðsátaks og fleira. Þá rynni útvarpsskatturinn óskiptur til Ríkisútvarpsins. „Við gerum ekki ráð fyrir lækkun barna- og vaxtabóta og við gerum raunar ráð fyrir því að efla fæðingarorlofssjóð og við gerum ráð fyrir því líka að efla og bæta í þróunarsjóðina. Þannig að eins og þú heyrir bera okkar tillögur vott um aðra pólitík og aðra forgangsröðun,“ segir Katrín Jakobsdóttir.Tillögur Vinstri grænna má skoða í heild sinni í meðfylgjandi skjali.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira