VG leggur til allt aðra leið í ríkisfjármálum Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2013 11:05 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna og Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður segja stefnu VG allt aðra en stjórnarflokkanna. mynd/vilhelm Vinstri græn leggja fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið sem fela í sér auknar tekjur upp á tíu milljarða og aukin útgjöld upp á ellefu milljarða. Hvorki vaxtabætur né barnabætur yrðu skertar og nefskattur Ríkisútvarpsins færi óskiptur til stofnunarinnar. Þingflokkur Vinstri grænna kynnti breytingartillögur sínar við fjárlagafrumvarpið á fréttamannafundi í alþingishúsinu í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir tillögurnar í samræmi við málflutning Vinstri grænna fyrir kosningar. „Því við teljum í raun og veru að Alþingi hafi raunhæfan valkost við þá niðurskurðarstefnu sem ríkisstjórnin hefur markað. Okkar tillögur snúast um að hefja uppbyggingu á almannaþjónustu í þágu fólksins í landinu og afla þá tekna, til að mynda með því að hækka á ný sérstakt veiðigjald og virðisaukaskatt á hótelgistingu,“ segir Katrín. Sá skattur yrði hækkaður úr 7 prósentum í 14 prósent hinn 1. mars á næsta ári, fallið yrði frá lækkun tekjuskatts í miðþrepi sem gæfi fimm milljarða, 4,7 milljarðar kæmu með hækkun veiðigjalds og leigugjald á makríl sem gæfi sjö milljarða og þá yrði auðlegðarskattur framlengdur sem gæfi 9 milljarða. Tekjur ríkissjóðs myndu aukast um 10 milljarða á næsta ári og 20 milljarða árið 2015. „Og fara í aðrar leiðir til þess að geta dregið úr niðurskurði og verið með einhverja innspýtingu í atvinnusköpun á sviði rannsókna og nýsköpunar,“ segir Katrín. En gera þingmenn Vinstri grænna þá ekki ráð fyrir neinum aðgerðum til að lækka skuldir heimilanna eins og ríkisstjórnin gerir ráð fyrir í sínum breytingatillögum við fjárlagafrumvarpið? „Nú höfum við auðvitað ekki séð breytingatillögur ríkisstjórnarinnar en þær miðast við sérstakan tekjustofn. Okkar tillögur snúast fyrst og fremst um breytingar á því frumvarpi sem við höfum séð,“ bætir Katrín við. Heildarútgjöld myndu aukast um 11 milljarða á næsta ári. Fjárfestingaráætlun fyrri stjórnar tæki að hluta til gildi vegna minni tekna og áfram yrði afgangur á fjárlögum eins og stjórnarflokkarnir ganga út frá. Útgjöld til heilbrigðismála yrðu aukin um 5 milljarða, 300 milljónir færu til skapandi greina, 730 milljónir til rannsóknarsjóðs, tæknirannsóknarsjóðs og markaðsátaks og fleira. Þá rynni útvarpsskatturinn óskiptur til Ríkisútvarpsins. „Við gerum ekki ráð fyrir lækkun barna- og vaxtabóta og við gerum raunar ráð fyrir því að efla fæðingarorlofssjóð og við gerum ráð fyrir því líka að efla og bæta í þróunarsjóðina. Þannig að eins og þú heyrir bera okkar tillögur vott um aðra pólitík og aðra forgangsröðun,“ segir Katrín Jakobsdóttir.Tillögur Vinstri grænna má skoða í heild sinni í meðfylgjandi skjali. Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Vinstri græn leggja fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið sem fela í sér auknar tekjur upp á tíu milljarða og aukin útgjöld upp á ellefu milljarða. Hvorki vaxtabætur né barnabætur yrðu skertar og nefskattur Ríkisútvarpsins færi óskiptur til stofnunarinnar. Þingflokkur Vinstri grænna kynnti breytingartillögur sínar við fjárlagafrumvarpið á fréttamannafundi í alþingishúsinu í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir tillögurnar í samræmi við málflutning Vinstri grænna fyrir kosningar. „Því við teljum í raun og veru að Alþingi hafi raunhæfan valkost við þá niðurskurðarstefnu sem ríkisstjórnin hefur markað. Okkar tillögur snúast um að hefja uppbyggingu á almannaþjónustu í þágu fólksins í landinu og afla þá tekna, til að mynda með því að hækka á ný sérstakt veiðigjald og virðisaukaskatt á hótelgistingu,“ segir Katrín. Sá skattur yrði hækkaður úr 7 prósentum í 14 prósent hinn 1. mars á næsta ári, fallið yrði frá lækkun tekjuskatts í miðþrepi sem gæfi fimm milljarða, 4,7 milljarðar kæmu með hækkun veiðigjalds og leigugjald á makríl sem gæfi sjö milljarða og þá yrði auðlegðarskattur framlengdur sem gæfi 9 milljarða. Tekjur ríkissjóðs myndu aukast um 10 milljarða á næsta ári og 20 milljarða árið 2015. „Og fara í aðrar leiðir til þess að geta dregið úr niðurskurði og verið með einhverja innspýtingu í atvinnusköpun á sviði rannsókna og nýsköpunar,“ segir Katrín. En gera þingmenn Vinstri grænna þá ekki ráð fyrir neinum aðgerðum til að lækka skuldir heimilanna eins og ríkisstjórnin gerir ráð fyrir í sínum breytingatillögum við fjárlagafrumvarpið? „Nú höfum við auðvitað ekki séð breytingatillögur ríkisstjórnarinnar en þær miðast við sérstakan tekjustofn. Okkar tillögur snúast fyrst og fremst um breytingar á því frumvarpi sem við höfum séð,“ bætir Katrín við. Heildarútgjöld myndu aukast um 11 milljarða á næsta ári. Fjárfestingaráætlun fyrri stjórnar tæki að hluta til gildi vegna minni tekna og áfram yrði afgangur á fjárlögum eins og stjórnarflokkarnir ganga út frá. Útgjöld til heilbrigðismála yrðu aukin um 5 milljarða, 300 milljónir færu til skapandi greina, 730 milljónir til rannsóknarsjóðs, tæknirannsóknarsjóðs og markaðsátaks og fleira. Þá rynni útvarpsskatturinn óskiptur til Ríkisútvarpsins. „Við gerum ekki ráð fyrir lækkun barna- og vaxtabóta og við gerum raunar ráð fyrir því að efla fæðingarorlofssjóð og við gerum ráð fyrir því líka að efla og bæta í þróunarsjóðina. Þannig að eins og þú heyrir bera okkar tillögur vott um aðra pólitík og aðra forgangsröðun,“ segir Katrín Jakobsdóttir.Tillögur Vinstri grænna má skoða í heild sinni í meðfylgjandi skjali.
Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira