VG leggur til allt aðra leið í ríkisfjármálum Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2013 11:05 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna og Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður segja stefnu VG allt aðra en stjórnarflokkanna. mynd/vilhelm Vinstri græn leggja fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið sem fela í sér auknar tekjur upp á tíu milljarða og aukin útgjöld upp á ellefu milljarða. Hvorki vaxtabætur né barnabætur yrðu skertar og nefskattur Ríkisútvarpsins færi óskiptur til stofnunarinnar. Þingflokkur Vinstri grænna kynnti breytingartillögur sínar við fjárlagafrumvarpið á fréttamannafundi í alþingishúsinu í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir tillögurnar í samræmi við málflutning Vinstri grænna fyrir kosningar. „Því við teljum í raun og veru að Alþingi hafi raunhæfan valkost við þá niðurskurðarstefnu sem ríkisstjórnin hefur markað. Okkar tillögur snúast um að hefja uppbyggingu á almannaþjónustu í þágu fólksins í landinu og afla þá tekna, til að mynda með því að hækka á ný sérstakt veiðigjald og virðisaukaskatt á hótelgistingu,“ segir Katrín. Sá skattur yrði hækkaður úr 7 prósentum í 14 prósent hinn 1. mars á næsta ári, fallið yrði frá lækkun tekjuskatts í miðþrepi sem gæfi fimm milljarða, 4,7 milljarðar kæmu með hækkun veiðigjalds og leigugjald á makríl sem gæfi sjö milljarða og þá yrði auðlegðarskattur framlengdur sem gæfi 9 milljarða. Tekjur ríkissjóðs myndu aukast um 10 milljarða á næsta ári og 20 milljarða árið 2015. „Og fara í aðrar leiðir til þess að geta dregið úr niðurskurði og verið með einhverja innspýtingu í atvinnusköpun á sviði rannsókna og nýsköpunar,“ segir Katrín. En gera þingmenn Vinstri grænna þá ekki ráð fyrir neinum aðgerðum til að lækka skuldir heimilanna eins og ríkisstjórnin gerir ráð fyrir í sínum breytingatillögum við fjárlagafrumvarpið? „Nú höfum við auðvitað ekki séð breytingatillögur ríkisstjórnarinnar en þær miðast við sérstakan tekjustofn. Okkar tillögur snúast fyrst og fremst um breytingar á því frumvarpi sem við höfum séð,“ bætir Katrín við. Heildarútgjöld myndu aukast um 11 milljarða á næsta ári. Fjárfestingaráætlun fyrri stjórnar tæki að hluta til gildi vegna minni tekna og áfram yrði afgangur á fjárlögum eins og stjórnarflokkarnir ganga út frá. Útgjöld til heilbrigðismála yrðu aukin um 5 milljarða, 300 milljónir færu til skapandi greina, 730 milljónir til rannsóknarsjóðs, tæknirannsóknarsjóðs og markaðsátaks og fleira. Þá rynni útvarpsskatturinn óskiptur til Ríkisútvarpsins. „Við gerum ekki ráð fyrir lækkun barna- og vaxtabóta og við gerum raunar ráð fyrir því að efla fæðingarorlofssjóð og við gerum ráð fyrir því líka að efla og bæta í þróunarsjóðina. Þannig að eins og þú heyrir bera okkar tillögur vott um aðra pólitík og aðra forgangsröðun,“ segir Katrín Jakobsdóttir.Tillögur Vinstri grænna má skoða í heild sinni í meðfylgjandi skjali. Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Vinstri græn leggja fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið sem fela í sér auknar tekjur upp á tíu milljarða og aukin útgjöld upp á ellefu milljarða. Hvorki vaxtabætur né barnabætur yrðu skertar og nefskattur Ríkisútvarpsins færi óskiptur til stofnunarinnar. Þingflokkur Vinstri grænna kynnti breytingartillögur sínar við fjárlagafrumvarpið á fréttamannafundi í alþingishúsinu í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir tillögurnar í samræmi við málflutning Vinstri grænna fyrir kosningar. „Því við teljum í raun og veru að Alþingi hafi raunhæfan valkost við þá niðurskurðarstefnu sem ríkisstjórnin hefur markað. Okkar tillögur snúast um að hefja uppbyggingu á almannaþjónustu í þágu fólksins í landinu og afla þá tekna, til að mynda með því að hækka á ný sérstakt veiðigjald og virðisaukaskatt á hótelgistingu,“ segir Katrín. Sá skattur yrði hækkaður úr 7 prósentum í 14 prósent hinn 1. mars á næsta ári, fallið yrði frá lækkun tekjuskatts í miðþrepi sem gæfi fimm milljarða, 4,7 milljarðar kæmu með hækkun veiðigjalds og leigugjald á makríl sem gæfi sjö milljarða og þá yrði auðlegðarskattur framlengdur sem gæfi 9 milljarða. Tekjur ríkissjóðs myndu aukast um 10 milljarða á næsta ári og 20 milljarða árið 2015. „Og fara í aðrar leiðir til þess að geta dregið úr niðurskurði og verið með einhverja innspýtingu í atvinnusköpun á sviði rannsókna og nýsköpunar,“ segir Katrín. En gera þingmenn Vinstri grænna þá ekki ráð fyrir neinum aðgerðum til að lækka skuldir heimilanna eins og ríkisstjórnin gerir ráð fyrir í sínum breytingatillögum við fjárlagafrumvarpið? „Nú höfum við auðvitað ekki séð breytingatillögur ríkisstjórnarinnar en þær miðast við sérstakan tekjustofn. Okkar tillögur snúast fyrst og fremst um breytingar á því frumvarpi sem við höfum séð,“ bætir Katrín við. Heildarútgjöld myndu aukast um 11 milljarða á næsta ári. Fjárfestingaráætlun fyrri stjórnar tæki að hluta til gildi vegna minni tekna og áfram yrði afgangur á fjárlögum eins og stjórnarflokkarnir ganga út frá. Útgjöld til heilbrigðismála yrðu aukin um 5 milljarða, 300 milljónir færu til skapandi greina, 730 milljónir til rannsóknarsjóðs, tæknirannsóknarsjóðs og markaðsátaks og fleira. Þá rynni útvarpsskatturinn óskiptur til Ríkisútvarpsins. „Við gerum ekki ráð fyrir lækkun barna- og vaxtabóta og við gerum raunar ráð fyrir því að efla fæðingarorlofssjóð og við gerum ráð fyrir því líka að efla og bæta í þróunarsjóðina. Þannig að eins og þú heyrir bera okkar tillögur vott um aðra pólitík og aðra forgangsröðun,“ segir Katrín Jakobsdóttir.Tillögur Vinstri grænna má skoða í heild sinni í meðfylgjandi skjali.
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira