Tími til kominn að brjótast inn í þrívíddina Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. desember 2013 20:00 Tveir sérfræðingar í gervigreind hafa gefið út nýstárlegan tölvuleik þar sem spilurum gefst tækifæri á að stíga inn í þrívíðan heim tölvunnar. Áratuga gamalt loforð um sýndarveruleika hefur loks verið uppfyllt segja þeir. Tölvunarfræðingarnir Hrafn Þorri og Gunnar Steinn hafa síðustu ár unnið að rannsóknum á gervigreind og hagnýtri notkun hennar. Þeir hafa nú gefið út tölvuleik í gegnum sprotafyrirtæki sitt, Aldin Dynamics, þar sem þessi svið mætast. Tölvuleikurinn Asunder: Earthbound er afrakstur vinnur þeirra þar sem gervigreind og sýndarveruleiki sameinast í eina og sama, þrívíða, sviði. Félagarnir byggja á Oculus Rift sýndarveruleikatækninni en hún er á barmi þess að fara í almenna sölu. Oculus Rift boðar nýja og breytta tíma í sýndarveruleika og er í raun að uppfylla áratuga gamalt loforð um tækni þar sem notandinn getur stigið inn í þrívíðan heim tölvunnar. Tölvuleikurinn hefur vakið mikla athygli og skipar heiðursess á vefsíðu Oculus. Það má segja að verkefnið sé einstakt á heimsvísu enda eru fáir tölvuleikjaframleiðendur sem hafa sérstaklega þróað leiki fyrir tæknina.Fréttamaður fékk að spreyta sig.MYND/Aldin DynamicsÞað er síðan sérstök rós í hnappagatið að samfélag spilara hefur tekið tölvuleiknum með opnum örmum. „Þetta er fyrsta þrívíddar-tæknin sem gerir fólki kleift að virkilega upplifa það að vera í þrívíðum heimi með því að setja á sig þessi gleraugu,“ segir Gunnar Steinn Valgarðsson, meðstofnandi Aldin Dynamics. Kollegi hans og annar stofnenda Aldin Dynamics, Hrafn Þorri Þórisson, er á sama máli: „Heimurinn hefur núna uppfyllt loforðið sem hann gaf mér upp úr 1990 þegar ég prófaði svona tækni fyrst.“ Sjálfur leikurinn er glæsilegur, umhverfið í stíl Art-Deco og allar hreyfingar mjúkar og eðlilegar. Spilarinn getur haft samskipti við sessunauta sína í flugvélinni með því að kinka kolli eða hrista hausinn. Aldin Dynamics sem óx út frá rannsóknum sem stofnendur fyrirtækisins unnu hjá Vitvélastofnun Íslands. Mikil tækifæri felast í sýndarveruleikatækni og eru Aldin Dynamics og Vitvélastofnun meðal annars að vinna í samstarfi að rannsóknum á hvernig nýta megi sýndarveruleika fyrir ýmiskonar kennslu og þjálfun. „Við höfum verið að horfa á þessa stóru og miklu sýndarheima í gegnum þessa litlu glugga, rétt eins og barn sem bíður eftir jólasveininum,“ segir Hrafn Þorri. „Núna fær maður að brjótast í gegnum þennan glugga og fara inn í heiminn.“Í myndskeiðinu hér fyrir ofan er hægt sjá fréttina í heild sinni en brot úr leiknum má sjá hér. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Tveir sérfræðingar í gervigreind hafa gefið út nýstárlegan tölvuleik þar sem spilurum gefst tækifæri á að stíga inn í þrívíðan heim tölvunnar. Áratuga gamalt loforð um sýndarveruleika hefur loks verið uppfyllt segja þeir. Tölvunarfræðingarnir Hrafn Þorri og Gunnar Steinn hafa síðustu ár unnið að rannsóknum á gervigreind og hagnýtri notkun hennar. Þeir hafa nú gefið út tölvuleik í gegnum sprotafyrirtæki sitt, Aldin Dynamics, þar sem þessi svið mætast. Tölvuleikurinn Asunder: Earthbound er afrakstur vinnur þeirra þar sem gervigreind og sýndarveruleiki sameinast í eina og sama, þrívíða, sviði. Félagarnir byggja á Oculus Rift sýndarveruleikatækninni en hún er á barmi þess að fara í almenna sölu. Oculus Rift boðar nýja og breytta tíma í sýndarveruleika og er í raun að uppfylla áratuga gamalt loforð um tækni þar sem notandinn getur stigið inn í þrívíðan heim tölvunnar. Tölvuleikurinn hefur vakið mikla athygli og skipar heiðursess á vefsíðu Oculus. Það má segja að verkefnið sé einstakt á heimsvísu enda eru fáir tölvuleikjaframleiðendur sem hafa sérstaklega þróað leiki fyrir tæknina.Fréttamaður fékk að spreyta sig.MYND/Aldin DynamicsÞað er síðan sérstök rós í hnappagatið að samfélag spilara hefur tekið tölvuleiknum með opnum örmum. „Þetta er fyrsta þrívíddar-tæknin sem gerir fólki kleift að virkilega upplifa það að vera í þrívíðum heimi með því að setja á sig þessi gleraugu,“ segir Gunnar Steinn Valgarðsson, meðstofnandi Aldin Dynamics. Kollegi hans og annar stofnenda Aldin Dynamics, Hrafn Þorri Þórisson, er á sama máli: „Heimurinn hefur núna uppfyllt loforðið sem hann gaf mér upp úr 1990 þegar ég prófaði svona tækni fyrst.“ Sjálfur leikurinn er glæsilegur, umhverfið í stíl Art-Deco og allar hreyfingar mjúkar og eðlilegar. Spilarinn getur haft samskipti við sessunauta sína í flugvélinni með því að kinka kolli eða hrista hausinn. Aldin Dynamics sem óx út frá rannsóknum sem stofnendur fyrirtækisins unnu hjá Vitvélastofnun Íslands. Mikil tækifæri felast í sýndarveruleikatækni og eru Aldin Dynamics og Vitvélastofnun meðal annars að vinna í samstarfi að rannsóknum á hvernig nýta megi sýndarveruleika fyrir ýmiskonar kennslu og þjálfun. „Við höfum verið að horfa á þessa stóru og miklu sýndarheima í gegnum þessa litlu glugga, rétt eins og barn sem bíður eftir jólasveininum,“ segir Hrafn Þorri. „Núna fær maður að brjótast í gegnum þennan glugga og fara inn í heiminn.“Í myndskeiðinu hér fyrir ofan er hægt sjá fréttina í heild sinni en brot úr leiknum má sjá hér.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira