Innlent

Sigurður G. hafði betur gegn Útvarpi sögu í Hæstarétti

Boði Logason skrifar
Sigurður G. Tómasson starfaði sem útvarpsmaður á Útvarpi sögu.
Sigurður G. Tómasson starfaði sem útvarpsmaður á Útvarpi sögu. mynd/365
Útvarp saga þarf að greiða fjölmiðlamanninum Sigurði G. Tómassyni um 750 þúsund krónur í vangoldin laun. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í máli sem hann höfðaði gegn útvarpsstöðinni.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður komist að sömu niðurstöðu og staðfesti Hæstiréttur hana. Þá þarf Útvarp saga að greiða um eina milljón króna í málskostnað.

Sigurður sá um morgunþátt á stöðinni en var sagt upp störfum fyrir um tveimur og hálfu ári síðan þegar hann ætlaði að mæta aftur til vinnu eftir launalaust leyfi. Sigurður taldi sig hinsvegar eiga rétt á uppsagnarfrestir, en því voru forsvarsmenn stöðvarinnar ekki sammála.

Svo fór að lokum að Sigurður höfðaði mál gegn Útvarpi sögu, og hafa nú bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur tekið undir kröfur hans. 

Dómur Hæstaréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×