Innlent

Mótmæltu niðurskurði með spurningamerkjum

Haukur Viðar Alfreðsson og Svavar Hávarðsson skrifar
Vísindamenn mótmæla niðurskurði til samkeppnissjóða á sviði rannsókna og nýsköpunar.
Vísindamenn mótmæla niðurskurði til samkeppnissjóða á sviði rannsókna og nýsköpunar. mynd/gva
Ungir vísindamenn risu úr sætum sínum á Rannsóknarþingi Rannís í morgun og héldu uppi blöðum með spurningamerkjum.

Þetta gerðu þeir til þess að mótmæla niðurskurði til samkeppnissjóða á sviði rannsókna og nýsköpunar, eftir að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hafði flutt ávarp við upphaf fundarins. Alls voru blöðin fjörutíu, en þau táknuðu þau störf sem hverfa vegna niðurskurðarins.

Einn fundargesta segir „áþreifanlega spennu“ hafa verið á fundinum og að gríðarleg óánægja fundargestanna fjörutíu hafi verið augljós.

„Við erum að benda á að verði af niðurskurði eins og hann birtist í fjárlögum þá munu yfir 40 störf ungra vísindamanna hverfa úr vísindasamfélaginu á næsta ári. Það er í hrópandi ósamræmi við þá stefnu sem var lögð fram hér á fundinum,“segir Erna Magnúsdóttir, forsprakki hóps doktorsnema og nýdoktora frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Reykjavíkurakademíunni sem fjölmenntu á Rannsóknaþing  Rannís þar sem ný stefna Vísinda- og tækniráðs 2013-2016 var kynnt.

„Ég hef alltaf átt þann draum að fara út í heim í doktorsnám og koma svo hingað heim til að miðla minni þekkingu og reynslu. En svo fullorðnast maður og gerir sér grein fyrir að það verður sennilega aldrei af því,” segir Ástríður Ólafsdóttir, sem hyggur á brottför í frekara nám til Sviss.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.