Aðalmeðferð í Al Thani málinu Hjörtur Hjartarson skrifar 4. nóvember 2013 19:54 Aðalmeðferð í Al Thani málinu, einu viðamesta dómsmáli hérlendis frá upphafi hófst í morgun. Fullt var út úr dyrum í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur en sakborningarnir fjórir Ólafur Ólafsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson eru ákærðir meðal annars fyrir markaðsmisnotkun, umboðssvik, hylmingu og peningaþvætti. Málið snýst í grófum dráttum um að einkahlutafélag í eigu Sjeik Mohammed Al Thani keypti um 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi, í lok september 2008. Kaupþing fjármagnaði kaupin að fullu en Al Thani skrifaði undir 12,5 milljarða króna sjálfskuldarábyrgð. Sérstakur saksóknari vill meina að hér hafi verið um sýndarviðskipti að ræða til að blekkja markaðinn og um leið styrkja stöðu Kaupþings. Því hafna sakborningar í málinu. Fyrstur í skýrslutökunni í morgun var Hreiðar Már, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings sem svaraði spurningum saksóknara í rúma tvo tíma. Sjálfur bar Hreiðar fram nokkrar spurningar til saksóknara. Meðal annars þá hvort staða Kaupþings væri ekki betri vegna viðskiptanna við Al Thani. Saksóknari benti þá á að Kaupþing hefði fallið tveimur vikum síðar en viðurkenndi þó að þrotabú bankans hefði notið góðs af þessum viðskiptum. Slitastjórn Kaupþings komst að samkomulagi við Al Thani um heildaruppgjör án þess að frá því væri frekar greint. Í framburði Hreiðars í morgun kom hins vegar fram að katarski fjárfestinn hafi greitt slitastjórninni 3,5 milljarða króna. Einnig var tekin skýrsla af Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni og Magnús Guðmundssyni, fyrrverandi yfirmanni Kaupþings í Lúxembúrg. Sigurður sagði að eina aðkoma sín að þessu máli væri að hann hefði samþykkt að veita fjárfestingafélaginu Serval lán en ekki er ákært fyrir þann hluta málsins. Ekki gafst tími til að taka skýrslu af Ólafi Ólafssyni en það verður gert á morgun. Reiknað er með að réttarhöldin standi í tæpar tvær vikur. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Aðalmeðferð í Al Thani málinu, einu viðamesta dómsmáli hérlendis frá upphafi hófst í morgun. Fullt var út úr dyrum í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur en sakborningarnir fjórir Ólafur Ólafsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson eru ákærðir meðal annars fyrir markaðsmisnotkun, umboðssvik, hylmingu og peningaþvætti. Málið snýst í grófum dráttum um að einkahlutafélag í eigu Sjeik Mohammed Al Thani keypti um 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi, í lok september 2008. Kaupþing fjármagnaði kaupin að fullu en Al Thani skrifaði undir 12,5 milljarða króna sjálfskuldarábyrgð. Sérstakur saksóknari vill meina að hér hafi verið um sýndarviðskipti að ræða til að blekkja markaðinn og um leið styrkja stöðu Kaupþings. Því hafna sakborningar í málinu. Fyrstur í skýrslutökunni í morgun var Hreiðar Már, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings sem svaraði spurningum saksóknara í rúma tvo tíma. Sjálfur bar Hreiðar fram nokkrar spurningar til saksóknara. Meðal annars þá hvort staða Kaupþings væri ekki betri vegna viðskiptanna við Al Thani. Saksóknari benti þá á að Kaupþing hefði fallið tveimur vikum síðar en viðurkenndi þó að þrotabú bankans hefði notið góðs af þessum viðskiptum. Slitastjórn Kaupþings komst að samkomulagi við Al Thani um heildaruppgjör án þess að frá því væri frekar greint. Í framburði Hreiðars í morgun kom hins vegar fram að katarski fjárfestinn hafi greitt slitastjórninni 3,5 milljarða króna. Einnig var tekin skýrsla af Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni og Magnús Guðmundssyni, fyrrverandi yfirmanni Kaupþings í Lúxembúrg. Sigurður sagði að eina aðkoma sín að þessu máli væri að hann hefði samþykkt að veita fjárfestingafélaginu Serval lán en ekki er ákært fyrir þann hluta málsins. Ekki gafst tími til að taka skýrslu af Ólafi Ólafssyni en það verður gert á morgun. Reiknað er með að réttarhöldin standi í tæpar tvær vikur.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira