Fótbolti

Alfreð segist vilja spila fyrir Beckham

Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er með eftirsóttari leikmönnum Evrópu enda hefur hann farið á kostum í hollensku deildinni með Heerenveen.

Margir búast við því að hann verði seldur á góðan pening í janúar en Heerenveen hefur sett háan verðmiða á leikmanninn.

Alfreð er greinilega mikill aðdáandi David Beckham því á Twitter-síðu sinni lýsir hann yfir áhuga á að spila með félagi Beckham sem hann ætlar sér að stofna í Miami.

"Hvar skrifa ég undir," skrifaði Alfreð á Twitter-síðu sína í dag við frétt um að Beckham væri að byrja með lið í Miami.

Líklega allt á léttu nótunum hjá Alfreð en þessi ummæli hans gætu vakið athygli víða engu að síður.

Tíst Alfreðs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×