Fótbolti

AZ Alkmaar flaug áfram í bikarnum | Aron og Jóhann hvíldir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Jóhannsson í leik með AZ
Aron Jóhannsson í leik með AZ NORDICPHOTOS/GETTY
Hollenska liðið AZ Alkmaar flaug auðveldlega áfram í bikarnum þegar liðið valtaði yfir Achilles, 7-0, á heimavelli í kvöld.

Achilles leikur í næst efstu deild Hollands og átti aldrei möguleika í leiknum.

Íslendingarnir Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Jóhannsson voru báðir hvíldir í leiknum í kvöld en Jóhann Berg var allan leikinn á varamannabekknum á meðan Aron Jóhannsson var ekki í hóp.

Liðið er því komið áfram í fjórðu umferð hollenska bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×