Fótbolti

Rúrik hafði betur gegn Ara Frey í danska bikarnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúrik í leik með FCK.
Rúrik í leik með FCK.
Rúrik Gíslason, leikmaður FCK, og Ari Freyr Skúlason, leikmaður OB, mættust í danska bikarnum í kvöld en FC Köbenhavn hafði betur, 4-3, í mögnuðum leik á Parken.

Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi FCK í kvöld.

OB komst 2-0 yfir í leiknum en FCK náði að jafna 2-2.

Martin Spelmann kom síðan gestunum í 3-2 yfir en heimamenn í FCK gerðu tvö síðustu mörk leiksins og unnu að lokum 4-3 sigur.

FCK er því komið áfram í danska bikarnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×