Enski boltinn

United ekki eins ógnandi án Ferguson?

Sigmar Sigfússon skrifar
David Moyes, stjóri Manchester United
David Moyes, stjóri Manchester United NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
Manchester United heldur áfram að kvelja stuðningsmenn sína með slakri frammistöðu. Englandsmeistararnir gerðu, 1-1, jafntefli á Old trafford gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jöfnunarmarkið hjá gestunum kom á lokamínútunum.

„Sir Alex Ferguson átti frábæran feril og reynsla hans myndi hjálpa öllum liðum. En ógnin kemur frá liðinu sjálfu inn á vellinum,“ sagði Moyes. En United hefur aðeins unnið einn af fjórum leikjum sínum á Old Trafford síðan að Ferguson hætti.

Sir Alex Ferguson, sem vann 38 bikara á sinni 26 ára stjóratíð hja United, horfði á liðið gera jafntefli úr stúkunni í gær. United náði ekki að fylgja eftir góðum sigri á Sunderland í síðustu umferð.

Manchester United er með 11 stig eftir 8 leiki sem þykir heldur lélegt á þeim bænum. United hefur tapað þremur leikjum á þessu tímabili en á sama tíma í fyrra var United með 18 stig og tvö tapaða leiki.

„Ég er virkilega vonsvikinn. Ég var að vonast eftir jákvæðum meðbyr hjá okkur með tveimur sigrum í röð,“ sagði Moyes afar svekktur eftir að hafa tapað tveimur stigum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×