Enski boltinn

Dómari fékk heimatilbúna reyksprengju í hnakkann | Myndband

Sigmar Sigfússon skrifar
Óvænt uppákoma varð í leik Aston Villa og Tottenham á Villapark í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heimatilbúnni reyksprengju var kastað inn á völlinn úr stúkunni.

Aðstoðardómarinn, David Bryan, fékk dósina í hausinn áður en hún lenti inn á vellinum. David varð ekki meint af og hann kláraði leikinn. Gera þurfti stutt hlé á leiknum vegna reyksins sem rauk úr dósinni.

Lögreglan í Birmingham hefur handtekið tvo menn sem grunaðir eru vegna atviksins. Mennirnir eru 25 og 47 ára.

Tottenham vann leikinn 2-0 með mörkum frá Andros Townsend og Roberto Soldado






Fleiri fréttir

Sjá meira


×