Enski boltinn

Tveir handteknir vegna reyksprengju

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur á yfir höfði sér sekt eftir að reyksprengju var kastað í aðstoðardómara í heimsókn liðsins á Villa Park í Birmingham í gær.

Tveir menn, 25 ára og 47 ára, hafa verið handteknir vegna atviksins. Það átti sér stað andartökum eftir að Andros Townsend kom Spurs yfir eftir um hálftíma leik.

Aðstoðardómarann, David Bryan, sakaði ekki en nokkur töf varð á leiknum vegna bláa reyksins sem rauk úr reyksprengjunni. Atvikið fór ekki framhjá Phil Dowd, dómara leiksins, sem skrifaði um það í skýrslu sína.

Enska knattspyrnusambandið mun ákveða refsingu Tottenham og mögulega refsingu stuðningsmannanna hvað við kemur viðveru þeirra á leikjum félagsins.

Atvikið ásamt mörkunum úr leiknum má sjá í klippunni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×