Enski boltinn

Wenger: Ekki hægt að afskrifa Man. United í titilslagnum

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri toppliðs Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, segir að Manchester United sé enn með í baráttunni um enska meistaratitilinn þrátt fyrir að vera þegar komið átta stigum á eftir Arsenal.

Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Southampton á Old Trafford um helgina (sjá mörkin hér fyrir ofan) og hefur ekki byrjað verr í deildinni í 24 ár. United er eins og er í áttunda sætinu.

„Er Man United búið að missa af lestinni í titilslagnum? Nei, en að sjálfsögðu eru tíu stig orðið svolítið bil,"  sagði Arsene Wenger.

„Þeir eru samt með mjög öfluga leikmenn með mikla reynslu og þetta er stór klúbbur," sagði  Arsene Wenger.

„Þeir verða að sætta sig við að þetta er ár breytinga og ennfremur eru þetta mestu breytingar hjá einu félagi á einu bretti á okkar tímum. Bæði knattspyrnustjórinn og framkvæmdastjórinn hurfu á braut og félagið er gjörbreytt. Hin félögin telja um leið að þau hafi aldrei átt jafnmikla möguleika á að vinna United og einmitt núna," sagði Arsene Wenger.

„Auðvitað vilja allir vera í toppslagnum núna en það er ekki hægt að afskrifa Manchester  United í dag. Þetta eru bara þrír leikir og hlutirnir eru fljótir að breytast í þessari  deild," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×