„Þetta er ekki réttarríki“ Elísabet Hall skrifar 21. október 2013 18:44 Ómar Ragnarsson Hraunavinir mótmæltu vegaframkvæmdum við Gálgahraun í dag með því að leggjast á jörðina fyrir framan vinnuvélarnar. Fjöldi náttúruverndarsinna voru fjarlægðir af vettvangi og fluttir í fangaklefa þar sem þeir biðu eftir lögfræðiaðstoð. Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina, segir samstöðuna mikla og þau hafi fullan rétt á að mótmæla vegaframkvæmdunum friðsamlega og það hafi aðeins verið lögreglan sem hafi látið ófriðlega. „Við bara mættum á svæðið sjálfboðaliðarnir eins og við höfum gert undanfarnar vikur og síðan birtast hérna lögreglumenn og stærðarinnar grafa. Hér hafa síðan staðið yfir handtökur og fólk borið í burtu. Við teljum okkur vera hérna í fullum rétti. Við erum hreinlega að verja lögin í landinu. Það eru fleiri lögreglumenn hérna en mótmælendur sem eru að verja landið. Ég hefði aldrei trúað því að það kæmi til atburða eins og þessa hérna. Þetta eru verðmæti fyrir komandi kynslóðir og við erum að reyna að passa það.“ Farið var fram á lögbann við lagningu vegarins en því var synjað á þeim forsendum að þau fjögur umhverfissamtök sem fóru fram á það hefðu ekki aðild að málinu. Hafa samtökin kært úrskurð héraðsdóms um að ekki skuli leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um hvort þau eigi hagsmuna að gæta. Ómar Ragnarsson segir ótrúlegt að gripið sé til aðgerða gagnvart mótmælendum á meðan niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir. Ég skil ekki af hverju það er ekki hægt að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar þessu máli. Mér finnst fáránlegt að koma hér með sveit manna sem byrjar að handtaka fólk vegna þess málið er ennþá í gangi. Þetta er ótrúleg tímasetning að bíða ekki eftir hæstaréttarúrskurði og þetta er ekki réttarríki sem við lifum í ef þetta á að vera svona. Um leið og jarðýta fer hingað inn á hraunið þá verður það ekki aftur tekið. Og það er kannski það sem er ætlunin, að valda nógu miklum skemmdum á hrauninu svo ekki verði aftur snúið.“ Og Ómar var svo skömmu síðar fluttur í fangaklefa eftir að hafa neitað að færa sig af svæðinu. Sumir mótmælendur létu sér þó ekki segjast og voru mætti aftur seinna um daginn eftir að losna úr fangaklefum og færðir aftur í hald lögreglu seinna um daginn. Aðspurður hvort lögregla hafi gengið harkalega fram við handtökuna sagði Ómar svo ekki hafa verið: „Nei, þvert á móti þá var það þannig að ég hefði aldrei getað ímyndað mér það þegar ég var yngri að íslenska lögrelgan ætti eftir að bera mig á höndum sér.“ Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Hraunavinir mótmæltu vegaframkvæmdum við Gálgahraun í dag með því að leggjast á jörðina fyrir framan vinnuvélarnar. Fjöldi náttúruverndarsinna voru fjarlægðir af vettvangi og fluttir í fangaklefa þar sem þeir biðu eftir lögfræðiaðstoð. Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina, segir samstöðuna mikla og þau hafi fullan rétt á að mótmæla vegaframkvæmdunum friðsamlega og það hafi aðeins verið lögreglan sem hafi látið ófriðlega. „Við bara mættum á svæðið sjálfboðaliðarnir eins og við höfum gert undanfarnar vikur og síðan birtast hérna lögreglumenn og stærðarinnar grafa. Hér hafa síðan staðið yfir handtökur og fólk borið í burtu. Við teljum okkur vera hérna í fullum rétti. Við erum hreinlega að verja lögin í landinu. Það eru fleiri lögreglumenn hérna en mótmælendur sem eru að verja landið. Ég hefði aldrei trúað því að það kæmi til atburða eins og þessa hérna. Þetta eru verðmæti fyrir komandi kynslóðir og við erum að reyna að passa það.“ Farið var fram á lögbann við lagningu vegarins en því var synjað á þeim forsendum að þau fjögur umhverfissamtök sem fóru fram á það hefðu ekki aðild að málinu. Hafa samtökin kært úrskurð héraðsdóms um að ekki skuli leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um hvort þau eigi hagsmuna að gæta. Ómar Ragnarsson segir ótrúlegt að gripið sé til aðgerða gagnvart mótmælendum á meðan niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir. Ég skil ekki af hverju það er ekki hægt að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar þessu máli. Mér finnst fáránlegt að koma hér með sveit manna sem byrjar að handtaka fólk vegna þess málið er ennþá í gangi. Þetta er ótrúleg tímasetning að bíða ekki eftir hæstaréttarúrskurði og þetta er ekki réttarríki sem við lifum í ef þetta á að vera svona. Um leið og jarðýta fer hingað inn á hraunið þá verður það ekki aftur tekið. Og það er kannski það sem er ætlunin, að valda nógu miklum skemmdum á hrauninu svo ekki verði aftur snúið.“ Og Ómar var svo skömmu síðar fluttur í fangaklefa eftir að hafa neitað að færa sig af svæðinu. Sumir mótmælendur létu sér þó ekki segjast og voru mætti aftur seinna um daginn eftir að losna úr fangaklefum og færðir aftur í hald lögreglu seinna um daginn. Aðspurður hvort lögregla hafi gengið harkalega fram við handtökuna sagði Ómar svo ekki hafa verið: „Nei, þvert á móti þá var það þannig að ég hefði aldrei getað ímyndað mér það þegar ég var yngri að íslenska lögrelgan ætti eftir að bera mig á höndum sér.“
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira