Innlent

Tekjur af sjávarútvegi hækkað um helming þrátt fyrir þrisvar sinnum minni afla

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Kolbeinn Árnason nýr framkvæmdastjóri LÍU og Helgi Hjörvar alþingismaður ræddu sjávarútvegsmál í þætti Sigurjóns M. Egilssonar, Sprengisandi, í morgun.

Helgi sagði í þættinum að mikilvægt væri að veiðigjaldið hyrfi þegar illa ári í sjávarútveginum. Hann varði ákvörðun síðustu ríkisstjórnar að koma á veiðigjaldi og sagði að Íslendingar veiddu um 10 kíló af fiski á dag á hvert mannsbarn og taldi það rétt að allir landsmenn nytu góðs af. Líkt og Norðmenn fá tekjur af olíunni ættu Íslendingar að fá sanngjarnar tekjur af sjávarútveginum.

Kolbeinn segir að sjávarútvegurinn sé tilbúinn að greiða til samfélagsins, útgerðin greiði á þessu ári um 22 milljarða króna sem er hærri upphæð en aðrar sambærilegar greinar. Hann segir að verðmæti sjávarútvegs hafi hækkað mikið.





Helgi Hjörvar
Árið 1981 voru veidd 460 þúsund tonn af þorski og framreiknað aflaverðmæti sé um 340 milljónir dollara. Árið 2011 voru veidd 181 þúsund tonn af þorski en sem skilaði 680 milljónum dollar. Þetta eru því helmingi meiri verðmæti fyrir þrisvar sinnum minni afla.

Helgi segir að það hafi verið jákvætt að leyfa strandveiðar en hefur efasemdir um byggðakvóta og vill að hluti fiskveiðiheimilda verði bundin við einhvers konar leigupott til þess að auka nýliðun í sjávarútvegi. Gallinn bæði í sjávarútvegi og í landbúnaði sé að nýliðun í þessum greinum sé lítil. Ein kynslóð fær tækifæri í þessum greinum sem hafi skuldsett réttindin og því sé erfitt fyrir nýjar kynslóðir að komast að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×