Fótbolti

Rólegt hjá Rúrik í storminum | Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúrik Gíslason
Rúrik Gíslason mynd / vilhelm
Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur það náðugt í Kaupmannahöfn en mikið óveður hefur verið bæði í Danmörku og Svíþjóð síðustu daga.

Landsliðsmaðurinn birtir í dag myndband á samskiptamiðlinum Instagram þar sem hann tekur lagið Knockin' on Heaven's Door inn í íbúð sinni en leikmaðurinn lætur fylgja með að það sé heldur „Rólegt í storminum“.

Rúrik Gíslason er leikmaður dönsku meistaranna í FC Köbenhavn sem og leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

Hér að neðan má sjá myndbandið sem Rúrik setti inn á Instagram en það er greinilegt að hann er ekki aðeins góður knattspyrnumaður heldur einnig liðtækur tónlistamaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×