Ríkið ofrukkaði meðlag Hrund Þórsdóttir skrifar 19. október 2013 19:00 Ríkið hefur hugsanlega ofrukkað alla meðlagsgreiðendur um mánuðinn þegar börn þeirra ná 18 ára aldri, en þá lýkur framfærsluskyldu samkvæmt lögum. Meðlagsgreiðandi sem lét á þetta reyna fékk meðlag endurgreitt. Lögmaðurinn Árni Helgason lét á það reyna fyrir hönd umbjóðanda síns sem er meðlagsgreiðandi, hvort það stæðist að rukka fullt meðlag fyrir mánuðinn þegar börn ná átján ára aldri. „Það er að segja ef barnið verður til dæmis 18 ára tíunda þess mánaðar hefur Innheimtustofnun haft þann háttinn á að rukka fullan mánuð þrátt fyrir að það sé alveg skýrt í lögum að framfærsluskyldan sé einungis til 18 ára aldurs,“ segir Árni. Málið fór fyrir Úrskurðarnefnd almannatrygginga sem féllst nýlega á að um ofrukkun hefði verið að ræða. Tryggingastofnun beindi síðan þeim tilmælum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga að endurgreiða manninum meðlag umrædds mánuðar að fullu. Hugsanlegt er að ríkið hafi ofrukkað alla meðlagsgreiðendur. „Það voru engin sérstök skilyrði eða tilvik í þessu máli umfram einhver önnur svo ég get ekki betur séð en að þetta eigi við almennt og það sem meira er, þá hefur ógreitt meðlag verið notað til að skuldajafna gegn bótum hjá ríkinu. Ef menn skulda meðlag þá er til dæmis barnabótum til manna haldið eftir o.s.frv. þannig að þetta hefur auðvitað haft töluverð áhrif á greiðslur hér undanfarin ár, það er alveg klárt.“ Núgildandi barnalög eru fá árinu 2003 og Árni segir ljóst að núverandi fyrirkomulag hafi tíðkast lengi. Þeim spurningum er þó ósvarað hvort allir eigi rétt á endurgreiðslu og hversu langt aftur í tímann sé hægt að sækja slíkan rétt sé hann til staðar. Árni kveðst ekki vita hversu háa upphæð ríkið skuldi hugsanlega meðlagsgreiðendum samanlagt. „Þetta eru kannski ekki háar upphæðir fyrir hvern og einn einstakling, meðlag er um 25 þúsund krónur á mánuði í dag, en þarna er mikill fjöldi fólks undir sem hefur verið að greiða meðlag og í töluverðan tíma, svo þetta gætu verið þónokkrar fjárhæðir.“ Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira
Ríkið hefur hugsanlega ofrukkað alla meðlagsgreiðendur um mánuðinn þegar börn þeirra ná 18 ára aldri, en þá lýkur framfærsluskyldu samkvæmt lögum. Meðlagsgreiðandi sem lét á þetta reyna fékk meðlag endurgreitt. Lögmaðurinn Árni Helgason lét á það reyna fyrir hönd umbjóðanda síns sem er meðlagsgreiðandi, hvort það stæðist að rukka fullt meðlag fyrir mánuðinn þegar börn ná átján ára aldri. „Það er að segja ef barnið verður til dæmis 18 ára tíunda þess mánaðar hefur Innheimtustofnun haft þann háttinn á að rukka fullan mánuð þrátt fyrir að það sé alveg skýrt í lögum að framfærsluskyldan sé einungis til 18 ára aldurs,“ segir Árni. Málið fór fyrir Úrskurðarnefnd almannatrygginga sem féllst nýlega á að um ofrukkun hefði verið að ræða. Tryggingastofnun beindi síðan þeim tilmælum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga að endurgreiða manninum meðlag umrædds mánuðar að fullu. Hugsanlegt er að ríkið hafi ofrukkað alla meðlagsgreiðendur. „Það voru engin sérstök skilyrði eða tilvik í þessu máli umfram einhver önnur svo ég get ekki betur séð en að þetta eigi við almennt og það sem meira er, þá hefur ógreitt meðlag verið notað til að skuldajafna gegn bótum hjá ríkinu. Ef menn skulda meðlag þá er til dæmis barnabótum til manna haldið eftir o.s.frv. þannig að þetta hefur auðvitað haft töluverð áhrif á greiðslur hér undanfarin ár, það er alveg klárt.“ Núgildandi barnalög eru fá árinu 2003 og Árni segir ljóst að núverandi fyrirkomulag hafi tíðkast lengi. Þeim spurningum er þó ósvarað hvort allir eigi rétt á endurgreiðslu og hversu langt aftur í tímann sé hægt að sækja slíkan rétt sé hann til staðar. Árni kveðst ekki vita hversu háa upphæð ríkið skuldi hugsanlega meðlagsgreiðendum samanlagt. „Þetta eru kannski ekki háar upphæðir fyrir hvern og einn einstakling, meðlag er um 25 þúsund krónur á mánuði í dag, en þarna er mikill fjöldi fólks undir sem hefur verið að greiða meðlag og í töluverðan tíma, svo þetta gætu verið þónokkrar fjárhæðir.“
Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira