Bakarameistarinn vildi alls ekki baka nein vandræði Kristján Hjálmarsson skrifar 16. október 2013 08:41 Kolbeinn Sigþórsson markaskorari er sonur Sigþórs Sigurðssonar kenndan við Bakarameistarann. „Við ráðum ekki ferðinni í auglýsingatímanum hjá RÚV. Við erum bara að styðja við bakið á íslenskri knattspyrnu eins og höfum alltaf gert,“ segir Sigþór Sigurjónsson kenndur við Bakarameistarann. „Ég vona bara að við fáum ekki skömm í hattinn fyrir þetta.“Eins og fram hefur komið braust út mikil reiði eftir leik Íslands og Noregs í gær. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu en klippt var á útsendinguna skömmu áður en ljóst var að Ísland hafði tryggt sér sæti í umspili um laust sæti á HM til að koma auglýsingum að. Þeir sem heima sátu misstu því af þegar leikmenn Íslands fögnuðu sæti í umspili fyrir heimsmeistaramótið ásamt fjölmörgum Íslendingum sem lögðu leið sína á leikinn. Margir létu móðann mása meðal annars Hallgrímur Helgason rithöfundur sem sagði á Facebooksíðu sinni: „Til hamingju Ísland! Glæsilegt. Og fokk RÚV fyrir að klúðra stærstu stund íslenskrar fótboltasögu, með auglýsingu frá Bakarameistaranum. Þeir tóku mómentið frá okkur!“ Svo fór að Páll Magnússon útvarpsstjóri baðst afsökunar á mistökunum. Fyrsta auglýsingin sem birtist eftir að klippt var á beinu útsendinguna var frá Bakarameistaranum. Svo ótrúlega vill til að Sigþór Sigurjónsson, eigandi Bakarameistarans, er faðir Kolbeins Sigþórssonar helsta markaskorara landsliðsins. Og Sigþóri var brugðið. „Við vildum alls ekki hrella þjóðina með þessu - alls ekki. Ég beið sjálfur spenntur eftir því að sjá fagnaðarlætin,“ segir Sigþór sem ítrekar að Bakarameistarinn vilji bara styðja við bakið á íslenskri knattspyrnu. „Það höfum við alltaf gert og vonum að það hafi sín jákvæðu áhrif.“ Eins og gefur að skilja er Sigþór engu að síður að rifna úr monti eftir að íslenska liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti á HM. Kolbeinn sonur hans á enda stóran þátt í því, hefur skorað fjögur mörk í undankeppninni og skoraði mark íslenska liðsins í 1-1 jafnteflinu í gær. „Við erum öll að rifna úr monti. Ég held að öll þjóðin sé í léttu en góðu áfalli. Það er meiriháttar að vera komin í umspilið. Við getum unnið hvaða lið sem er þar, jafnvel Portúgal. Þeir eru ekkert heilagar kýr,“ segir Sigþór bakari sem er farinn að telja niður dagana enda aðeins mánuður í að umspilsleikirnir fara fram. Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
„Við ráðum ekki ferðinni í auglýsingatímanum hjá RÚV. Við erum bara að styðja við bakið á íslenskri knattspyrnu eins og höfum alltaf gert,“ segir Sigþór Sigurjónsson kenndur við Bakarameistarann. „Ég vona bara að við fáum ekki skömm í hattinn fyrir þetta.“Eins og fram hefur komið braust út mikil reiði eftir leik Íslands og Noregs í gær. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu en klippt var á útsendinguna skömmu áður en ljóst var að Ísland hafði tryggt sér sæti í umspili um laust sæti á HM til að koma auglýsingum að. Þeir sem heima sátu misstu því af þegar leikmenn Íslands fögnuðu sæti í umspili fyrir heimsmeistaramótið ásamt fjölmörgum Íslendingum sem lögðu leið sína á leikinn. Margir létu móðann mása meðal annars Hallgrímur Helgason rithöfundur sem sagði á Facebooksíðu sinni: „Til hamingju Ísland! Glæsilegt. Og fokk RÚV fyrir að klúðra stærstu stund íslenskrar fótboltasögu, með auglýsingu frá Bakarameistaranum. Þeir tóku mómentið frá okkur!“ Svo fór að Páll Magnússon útvarpsstjóri baðst afsökunar á mistökunum. Fyrsta auglýsingin sem birtist eftir að klippt var á beinu útsendinguna var frá Bakarameistaranum. Svo ótrúlega vill til að Sigþór Sigurjónsson, eigandi Bakarameistarans, er faðir Kolbeins Sigþórssonar helsta markaskorara landsliðsins. Og Sigþóri var brugðið. „Við vildum alls ekki hrella þjóðina með þessu - alls ekki. Ég beið sjálfur spenntur eftir því að sjá fagnaðarlætin,“ segir Sigþór sem ítrekar að Bakarameistarinn vilji bara styðja við bakið á íslenskri knattspyrnu. „Það höfum við alltaf gert og vonum að það hafi sín jákvæðu áhrif.“ Eins og gefur að skilja er Sigþór engu að síður að rifna úr monti eftir að íslenska liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti á HM. Kolbeinn sonur hans á enda stóran þátt í því, hefur skorað fjögur mörk í undankeppninni og skoraði mark íslenska liðsins í 1-1 jafnteflinu í gær. „Við erum öll að rifna úr monti. Ég held að öll þjóðin sé í léttu en góðu áfalli. Það er meiriháttar að vera komin í umspilið. Við getum unnið hvaða lið sem er þar, jafnvel Portúgal. Þeir eru ekkert heilagar kýr,“ segir Sigþór bakari sem er farinn að telja niður dagana enda aðeins mánuður í að umspilsleikirnir fara fram.
Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira