Bakarameistarinn vildi alls ekki baka nein vandræði Kristján Hjálmarsson skrifar 16. október 2013 08:41 Kolbeinn Sigþórsson markaskorari er sonur Sigþórs Sigurðssonar kenndan við Bakarameistarann. „Við ráðum ekki ferðinni í auglýsingatímanum hjá RÚV. Við erum bara að styðja við bakið á íslenskri knattspyrnu eins og höfum alltaf gert,“ segir Sigþór Sigurjónsson kenndur við Bakarameistarann. „Ég vona bara að við fáum ekki skömm í hattinn fyrir þetta.“Eins og fram hefur komið braust út mikil reiði eftir leik Íslands og Noregs í gær. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu en klippt var á útsendinguna skömmu áður en ljóst var að Ísland hafði tryggt sér sæti í umspili um laust sæti á HM til að koma auglýsingum að. Þeir sem heima sátu misstu því af þegar leikmenn Íslands fögnuðu sæti í umspili fyrir heimsmeistaramótið ásamt fjölmörgum Íslendingum sem lögðu leið sína á leikinn. Margir létu móðann mása meðal annars Hallgrímur Helgason rithöfundur sem sagði á Facebooksíðu sinni: „Til hamingju Ísland! Glæsilegt. Og fokk RÚV fyrir að klúðra stærstu stund íslenskrar fótboltasögu, með auglýsingu frá Bakarameistaranum. Þeir tóku mómentið frá okkur!“ Svo fór að Páll Magnússon útvarpsstjóri baðst afsökunar á mistökunum. Fyrsta auglýsingin sem birtist eftir að klippt var á beinu útsendinguna var frá Bakarameistaranum. Svo ótrúlega vill til að Sigþór Sigurjónsson, eigandi Bakarameistarans, er faðir Kolbeins Sigþórssonar helsta markaskorara landsliðsins. Og Sigþóri var brugðið. „Við vildum alls ekki hrella þjóðina með þessu - alls ekki. Ég beið sjálfur spenntur eftir því að sjá fagnaðarlætin,“ segir Sigþór sem ítrekar að Bakarameistarinn vilji bara styðja við bakið á íslenskri knattspyrnu. „Það höfum við alltaf gert og vonum að það hafi sín jákvæðu áhrif.“ Eins og gefur að skilja er Sigþór engu að síður að rifna úr monti eftir að íslenska liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti á HM. Kolbeinn sonur hans á enda stóran þátt í því, hefur skorað fjögur mörk í undankeppninni og skoraði mark íslenska liðsins í 1-1 jafnteflinu í gær. „Við erum öll að rifna úr monti. Ég held að öll þjóðin sé í léttu en góðu áfalli. Það er meiriháttar að vera komin í umspilið. Við getum unnið hvaða lið sem er þar, jafnvel Portúgal. Þeir eru ekkert heilagar kýr,“ segir Sigþór bakari sem er farinn að telja niður dagana enda aðeins mánuður í að umspilsleikirnir fara fram. Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
„Við ráðum ekki ferðinni í auglýsingatímanum hjá RÚV. Við erum bara að styðja við bakið á íslenskri knattspyrnu eins og höfum alltaf gert,“ segir Sigþór Sigurjónsson kenndur við Bakarameistarann. „Ég vona bara að við fáum ekki skömm í hattinn fyrir þetta.“Eins og fram hefur komið braust út mikil reiði eftir leik Íslands og Noregs í gær. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu en klippt var á útsendinguna skömmu áður en ljóst var að Ísland hafði tryggt sér sæti í umspili um laust sæti á HM til að koma auglýsingum að. Þeir sem heima sátu misstu því af þegar leikmenn Íslands fögnuðu sæti í umspili fyrir heimsmeistaramótið ásamt fjölmörgum Íslendingum sem lögðu leið sína á leikinn. Margir létu móðann mása meðal annars Hallgrímur Helgason rithöfundur sem sagði á Facebooksíðu sinni: „Til hamingju Ísland! Glæsilegt. Og fokk RÚV fyrir að klúðra stærstu stund íslenskrar fótboltasögu, með auglýsingu frá Bakarameistaranum. Þeir tóku mómentið frá okkur!“ Svo fór að Páll Magnússon útvarpsstjóri baðst afsökunar á mistökunum. Fyrsta auglýsingin sem birtist eftir að klippt var á beinu útsendinguna var frá Bakarameistaranum. Svo ótrúlega vill til að Sigþór Sigurjónsson, eigandi Bakarameistarans, er faðir Kolbeins Sigþórssonar helsta markaskorara landsliðsins. Og Sigþóri var brugðið. „Við vildum alls ekki hrella þjóðina með þessu - alls ekki. Ég beið sjálfur spenntur eftir því að sjá fagnaðarlætin,“ segir Sigþór sem ítrekar að Bakarameistarinn vilji bara styðja við bakið á íslenskri knattspyrnu. „Það höfum við alltaf gert og vonum að það hafi sín jákvæðu áhrif.“ Eins og gefur að skilja er Sigþór engu að síður að rifna úr monti eftir að íslenska liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti á HM. Kolbeinn sonur hans á enda stóran þátt í því, hefur skorað fjögur mörk í undankeppninni og skoraði mark íslenska liðsins í 1-1 jafnteflinu í gær. „Við erum öll að rifna úr monti. Ég held að öll þjóðin sé í léttu en góðu áfalli. Það er meiriháttar að vera komin í umspilið. Við getum unnið hvaða lið sem er þar, jafnvel Portúgal. Þeir eru ekkert heilagar kýr,“ segir Sigþór bakari sem er farinn að telja niður dagana enda aðeins mánuður í að umspilsleikirnir fara fram.
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira