Enski boltinn

Ince réðst á dómara

Paul Ince er skapheitur maður.
Paul Ince er skapheitur maður.
Gamla kempan Paul Ince er að stýra liði Blackpool þessa dagana. Hann á oft erfitt með að hemja skap sitt rétt eins og áður er hann var að spila.

Ince var dæmdur í fimm leikja bann á dögunum vegna atviks sem varð í leik í september. Þá gekk hann allt of langt í hegðun sinni við fjórða dómara leiksins.

Orðbragð Ince var afar ljótt og fór langt yfir öll velsæmismörk. Hann hótaði að rota dómarann og kallaði hann síðan öllum illum nöfnum. Dró hvergi undan.

Hann lét síðan dómarann hefur það eftir leik áður en hann réðist að fjórða dómaranum á ný. Kastaði honum upp í vegg og þurfti að draga Ince af vettvangi.

Þetta er ein þyngsta refsing sem knattspyrnustjóri hefur fengið. Ince játaði sekt sína í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×