Enski boltinn

Allir klárir í bátana hjá Arsenal

Meiðsli Mesut Özil sem hann hlaut í landsleiknum gegn Svíum á þriðjudag voru ekki alvarleg því hann mun spila með Arsenal á morgun.

Það eru fleiri góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal því Santi Cazorla og Bacary Sagna hafa einnig náð fullri heilsu en þeir meiddust fyrir landsleikjafríið.

"Þeir eru allir klárir í slaginn og engin meiðsli hjá okkur fyrir helgina," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

Cazorla mun þó tæplega byrja leikinn um helgina gegn Norwich en verður væntanlega á bekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×