Enski boltinn

Newcastle og Liverpool skildu jöfn 2-2

Liverpool og Newcastle skildu jöfn 2-2 í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór fram á St. James Park í Newcastle.

Yohan Cabaye kom heimamönnum yfir eftir rúmlega tuttugu mínútna leik. Það var síðan fyrirliðinn Steven Gerrard sem jafnaði metin fyrir Liverpool rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins en Gerrard skoraði þá sitt 100. mark í ensku úrvalsdeildinni.

Markið kom úr vítaspyrnu en Mapou Yanga-Mbiwa fékk rautt spjald er hann braut á leikmanni Liverpool.

Paul Dummett kom heimamönnum yfir á ný í upphafi síðari hálfleiksins úr vítaspyrnu en það var markaskorarinn Daniel Sturridge sem jafnaði metin fyrir gestina á 72. mínútu.

Liverpool er í efsta sæti deildarinnar með 17 stig og Newcastle í því níunda með 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×