Enski boltinn

Chelsea fór létt með Aron Einar og félaga í Cardiff

Stefán Árni Pálsson skrifar
Chelsea vann öruggan sigur á nýliðum Cardiff  í ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag en leiknum lauk með 4-1 sigri heimamanna.

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff í leiknum en það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins er Jordan Mutch skoraði eftir tíu  mínútna leik.

Eden Hazard skoraði fyrsta mark heimamanna eftir rúmlega hálftímaleik eftir skelfileg mistök hjá markverði Cardiff.

Samuel Eto'o kom síðan Chelsea yfir á 66. mínútu leiksins. Oscar skoraði þriðja mark Chelsea korter fyrir leikslok og síðan Eden Hazard sem innsiglaði öruggan sigur á Cardiff.

Chelsea er í öðru sæti deildarinnar með 17 stig en Cardiff er í 16. sætinu með 8 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×