Enski boltinn

City ekki í vandræðum með West Ham

Manchester City var ekki í vandræðum með West Ham United á Upton Park í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 3-1 sigur á Lundúnaliðinu.

Sergio Agüero skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og kom City í góða stöðu. Ricardo Vaz Te, leikmaður West Ham, minnkaði muninn á 58. mínútu fyrir West Ham en það var David Silva sem innsiglaði góðan sigur Manchesterliðsins.

Manchester City er í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig en West Ham er í því 14. með átta stig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×