Enski boltinn

Everton vann Hull| Swansea slátraði Sunderland

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sex leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en Everton vann Hull City 2-1 á Goodison Park.

Kevin Mirallas kom Everton yfir eftir tæplega átta mínútna leik en Yannick Sagbo jafnaði metin fyrir Hull eftir hálftíma leik.

Það var síðan Steven Pienaar sem tryggði Everton sigurinn í dag.

Swansea niðurlægði botnlið Sunderland 4-0 í Wales.

Staðan var 0-0 í hálfleik en Phil Bardsley varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark eftir 57 mínútur.

Jonathan de Guzman skoraði annað mark Swansea aðeins tveim mínútum síðar og það var síðan Wilfried Bony sem setti boltann í netið úr vítaspyrnu.

Chico skoraði síðasta mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok.

Þá gerðu Stoke og West Brom 0-0 jafntefli í Stoke.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×