Enski boltinn

Januzaj skrifaði undir nýjan fimm ára samning við United

Stefán Árni Pálsson skrifar
Adnan Januzaj fyrir miðju og David Moyes lengst til hægri.
Adnan Januzaj fyrir miðju og David Moyes lengst til hægri. photo / heimasíða Man. Utd.
Adnan Januzaj, leikmaður Manchester United, hefur framlengt samning sinn við félagið til fimm ára.

Januzaj sló í gegn með liðinu á dögunum er hann gerði tvö mörk fyrir Man. Utd. gegn Sundenrland en leikmaðurinn er talinn vera eitt mesta efni í heiminum og aðeins 18 ára gamall.

„Adnan er gríðarlega hæfileikaríkur og við viljum halda honum lengi hjá félaginu,“ sagði David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United.

„Þetta hefur alltaf verið draumur minn að leika hér,“ sagði Januzaj.

„Ég mun leggja mig allan fram til að festa mig í sessi sem leikmaður Manchester United.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×