Enski boltinn

Moeys: Áttum að halda þetta út

Stefán Árni Pálsson skrifar
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, í dag.
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, í dag. nordicphotos/getty
,,Við fengum tækifæri til að skora annað markið en það bara gekk ekki í dag," sagði David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir 1-1 jafnteflið við Southampton á Old Trafford í dag.

Southampton jafnaði leikinn undir lokin og stálu því stiginu.

,,Southampton fékk sín færi en ég hélt að mínir leikmenn myndu halda þetta út. Þetta getur gerst þegar menn missa einbeitinguna í föstum leikatriðum."

Manchester United hefur aldrei farið eins illa af stað í ensku úrvalsdeildinni og er aðeins með 11 stig í áttunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×