Enski boltinn

Mourinho var rekinn upp í stúku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mourinho var ekki sáttur við dómara leiksins í dag.
Mourinho var ekki sáttur við dómara leiksins í dag. nordicphotos/getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var rekinn upp í stúku þegar Chelsea vann öruggan sigur á Cardiff, 4-1, í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Dómari leiksins rak stjórann upp í stúku um tíu mínútum fyrir leikslok en hann hafði verið óánægður með dómgæsluna allan leikinn.

Mourinho var ósáttur við leiktafir leikmanna Cardiff í leiknum og missti alveg stjórn á skapi sínu þegar dómari leiksins fann að því hversu lengi Branislav Ivanovic, leikmaður Chelsea, var lengi að taka innkast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×